Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 55
LJUFT ER AÐ LATA SIG DREYMA
fantasíunnar. Þetta er ekki geðklofa upplifun af því að hugveran er ekki
í t\’eimur hlutverkum samtímis heldur öðru í einu, ef hún horfir er hún
ekki sá/sú sem horft er á.41
Eru þá engar hömlur á því sem við viljum vera og getum gert í fant-
asíu okkar? Svarið hlýtur að vera nei, eiginlega ekki. Einu takmarkanirn-
ar eru okkur settar af tungumálinu og frásagnarformunum sem við höf-
um á valdi okkar en þau eru forsenda þess sem við getum hugsað og sagt
ffá á meðan samsetningarnar eru óendanlegar og þráin óþreytandi svo
að gripið sé til einkennisorða K/S skáhópsins sem er skammstafað IDIC
(„Infinite Diversity in Infinite Combination“).42 Hvað með kynið, setur
það ekki fantasíunum einhver takmörk?
\1I
Laplanche og Pontalis svara síðustu spurningunni óbeint með því að
segja:
5 Kynferðið (e. sexuality) tengist engu eðlilegu viðfangi; það á
upphaf sitt í fantasíunni og aðeins fyrir tdlstdlli hennar getur það
orðið að kynferði.
6 Það er ekki hægt að aðgreina fantasíur í meðvitaðar eða dulvit-
aðar af því að fantasían er leiksvið þrárinnar.43
í fljótu bragði virðist þetta vera í samræmi við kenningar Judith Butler
um að kyngervi okkar séu (menningarlegur) tilbúningur, við búum til
kyngervin með því að leika þau aftur og aftur og summan af leiknum sé
það sem köllum „konu“ eða „karl“. Eins og dæmin sanni geti karlar leik-
ið konur og villt fullkomlega á sér heimildir eins og nokkrir klæðskipt-
ingar hafi gert, svo og „drag“ listamenn. Sömuleiðis hafa konur troðið
upp í gervi karla og ef hver sem er getur skipt um kyngervi á þennan hátt
liggur ljóst fyrir að hið lífffæðilega kyn hefur enga merkingu í sjálfu sér.
Einnig það er samfélagslega fastsett og ákvarðað. Það er ekkert karl- eða
kveneðli tdl, enginn kjarni, ekkert sem hægt er að skilja frá hinni menn-
ingarlegu útleggingu og segja að eitt sé orsök og annað afleiðing.44 Mót-
41 Zizek: 1999, 92.
42 Penley: 1992,483.
43 Penley: 1992,483.
44 Butler: 1990, 6-9.
53