Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 56
DAGXY KRISTJANSDOTTIR
unarhyggja Judith Buder er altæk og sjálfri sér samkvæm og samkvæmt
henni „erum“ við hvorki karl né kona heldur höfum við þringast inn í að
leika hlutverk sem við höfum ekki búið til og ekki valið. Getum \dð þá
ekki hætt að leika það sem við leikum og farið að leika eitthvað annað?
Verið í einu kyngeni í dag og öðru á morgun? Nei, segir Butler, það er
ekki hægt:
....leikinn er ekki hægt að skilja nema í ljósi endurtekningar-
innar, reglubundinna og þvingaðra endurtekninga á reglunum.
Og þessar endurtekningar eru ekki gerðar af hugverunni; þess-
ar endurtekningar gera hugveruna að veruleika og byggja hana
upp í tíma og rúmi. Endurtekningarnar fela það í sér að „leik-
urinn“ er ekki einstakur gjörningur eða atburður, heldur
helgisiðabundin uppfærsla, helgisiðir sem eru endurteknir
undir og með þvingun, undir og með ströngum bönnum og
bannhelgi. Með þ\i' að hóta ofsóknum og jafnvel dauða er út-
komunni stjórnað og hún pínd fram en það er ekki, og ég vil
undirstrika þetta, það er ekki hægt að ákveða hana að fullu og
öllu fyrirfram.45
Við getum verið karl eða kona eða íkorni eða augnaráð í fantasíu okkar
en þegar tekur til daglegrar tilveru okkar með öðru fólki verða hlut-
verkaskiptin erfiðari viðureignar. Það er hins vegar hægt að leika kyn-
gervið og tilhe\Tandi hlutverk missannfærandi, ýkja þau og skopstæla og
í því felst uppreisn og styrkur að mati Butler. Þetta má vel tengja loka-
niðurstöðu Laplanche og Pontalis sem er þessi:
7 Sálgreiningin verður að geta gert grein fiæir díalektísku sam-
spili efnisþátta fantasíunnar og veruleikans sem hún bvggir á í
gerð síns nýja veruleika.
Um þetta stendur styrrinn í raun. Fantasían sem Slavoj Zizek talar um
að feli í sér frelsi og möguleika er sjaldnast einstakur gjörningur heldur
endurtekið efni úr innri veruleika hugverunnar. Zizek talar um „ómögu-
legt augnaráð þar sem hugveran er til staðar við sína eigin tilurð4'.46 Það
sem hann á við er, að þar sem eitthvað er sett á svið er gert ráð fýrir
áhorfanda. Fantasían felur þannig í sér þessar t\rær stærðir, þig og hinn
45 Buder: 1993, 95.
46 Zizek: 1999, 93.
54