Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 65
AÐ KALLAST Á YFIR ATLANTSHAFIÐ
sem valdatengslin leiða af sér, alls staðar og alltaf, og varpa ljósi á upp-
byggilegt jafnt sem niðurrífandi afl þess. Spennan sem af þessu sprettur
mótar allt-um-lykjandi mátt valdsins og veldur því að þeir sem valdið
hafa streitast gegn því að láta það af hendi (Foucault 1980/1984).
Kvennabókmenntdr í Rómönsku Ameríku verða því baráttutæki í
valdatafli þar sem höfundarnir nýta og nota vettvang bókmenntanna til
að skilgreina stöðu konunnar um leið og umhverfi sitt, bæði í samfélag-
inu og innan fbæðanna. Um álfuna þvera og endilanga fjalla þær um tví-
hyggju samtímans, átök lista og stjórnmála, einstaklings og valdakerfis,
kvenna og karlveldis, með það að leiðarljósi að skoða samfélagið og sög-
una út frá eigin sjónarhóli.
Ardagar kvennabókmenntanna
Þegar sjónum er beint til upphafs kvennabókmennta í nýja heiminum
svokallaða kemur í ljós að ekki eru til mörg skáldverk eftir konur frá fyrri
hluta nýlendutímabilsins utan nokkur trúarljóð, ævisögur abbadísa og
dagbókarbrot.3 Það er fýrst á 17. öld sem Sor Juana Inés de la Cruz
(1648-1695), mexíkóska nunnan sem vísað var til í upphafi þessarar
greinar, kemur fram á sjónarsviðið og skilur eftir sig safn ljóða og rit-
gerða. Enn fremur kemur í ljós að hún var þvílík ógn við karlveldið með
sjálfstæðum skoðtmum sínum, ögrandi skrifum um trúmál og umfjöllun
um stöðu kvenna, að henni var bannað að skrifa, frá henni voru tekin öll
skriffæri og hún send í einangrun tdl fjölda ára.
Það er ekki fyrr en á ofanverðri 19. öld sem hægt er að tala um sjálf-
stæða rödd kvenna innan bókmennta Rómönsku Ameríku þar sem
skáldkonur aldamótakynslóðarinnar leggja grunn að sérstæðri bók-
menntahefð kvenna í álfunni. Ritstörf þeirra þjónuðu þeim tdlgangi að
veita útrás og vera úrræði gegn raddleysi og hlutverkaleysi þeirra í sam-
félaginu. Margar létu lítdð fyrir sér fara á opinberum vettvangi, en í ein-
verunni sögðu þær það sem þær vildu sagt hafa. Oftar en ekki komu þessi
skrif aldrei fyrir almenningssjónir, en sem betur fer eru tdl undantekn-
ingar frá því.
Fræðikonan Sara Sefenovich heldur því fram að skrifdr kvenna í
3 I Literatura Hispánica: Tomo I minnist Anderson Imbert á Jerónima de Velasco frá
Ekvador, Santa Rosa de Lima frá Perú og Sor Francisca Josefa del Castillo y Gue-
vara frá Kólombíu, bls. 187.
63