Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 70
HOLMFRIÐUR GARÐARSDOTTIR
sérstæðan máta umkomuleysi og missi. Það eru neíhilega frekar karl-
arnir sem týna lífi sínu í vopnuðum átökum og komast á spjöld sögmui-
ar (eru jafhvel hafhir upp sem hetjur), á meðan konunum er ýtt til hhð-
ar til þess að græða síðar sár samfélagsins þótt þær séu í sárum sjálfar.
Bókmenntir þessara ára eru fullar af ofbeldi. Þær eru sársaukafullar og
tilfinningalega erfiðar aflestrar því lesandinn upplifir bæði magn- og úr-
ræðaleysið með höfundum þeirra.9
Skáldkonur níunda áratugarins eru aldar upp við þessar aðstæður.
Minnismerki ofsóknanna er mjög að finna í bókmenntum frá fyrri hluta
áratugarins en svo virðist losna um helgreipar sársaukans. Þá koma fram
á sjónarsviðið nýjar raddir sem kasta ffam spurningum um hluuærk og
staðsetningu kvenna í samfélaginu um leið og skáldsagnapersónan horf-
ir út yfir hefðbundin landamæri. Umfjöllrmarefhin verða alþjóðlegri,
opnari og margbreytilegri, en e.t.v. til muna óræðari og óaðgengilegri
fyrir óreynda lesendur á köflum. Breytt sjálfsmynd kvenna, aukin trú á
mátt sinn og megin, auk kröfimnar um réttlæti og jafhrétti getur af sér
nýja kynslóð rithöfunda sem ögra umhverfi sínu og boða nýja tíma.
Meðal athyglisverðustu skáldkvenna áratugarins eru Gloria Pampillo
(f. 1947), Susana Silvestre (f. 1950) og Liliana Díaz Mindurry (f. 1953).
Þær fjalla allar um sjálfsmynd kvenna og gagnrýna hvernig samfélagsvef-
urinn heldur áffam að verða til án þess að fullt tfillit sé tekið til kvenna.
Þær lýsa enn ffemur erfiðleikum kvenna sem bæði vúlja og þora að brjóta
upp viðteknar venjur og ríkjandi hefðir til þess að vera þátttakendur í
hönnun þessa vefs.
Liliana Díaz Mindurry (f. 1953) gerir konur sem hrkar kynverur að
sérstöku umfjöllunarefhi og er þekkt fyrir frumlega persónusköpun þar
sem illkvittni og hefhdarþörf brjóta upp staðalímyndir um konur sem
góðar og göfugar. I skáldsögunni Um það er betra að þegja (Lo indecible,
1998) er aðalpersónan kennslukona sem er nýkomin til starfa í stórum
barnaskóla í ónefhdri borg. Kennslukonan er ströng, orðljót og óvægin.
Hún nær sér niðri á óþekktarormunum með því að beita þá andlegu of-
beldi og þhngunaraðgerðum sem koma við hvern lesanda. Hún á ættir
9 Mónica Flori segir í bók sinni Streams of Silver: Six Contemforaiy IVomen Writers
fivm Argentina (1995): „Þær skrifa ekki eiginlegar vimisburðarbókmenntir, en samt
sem áður bera þær vimi um tímann sem þær eru skrifaðar á og eru sýnishorn um
þróun og nýbreytni í skáldsagnagerð“ (Theirs is not testimonial literamre per se;
however it will remain a wimess of the times, as well as an example of artistic devel-
opment ushering in a new genre of fiction), bls. 256.
68