Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 71
AÐ KALLAST Á YFIR ATLANTSHAFIÐ
að rekja til borgarinnar og smám saman kemur í ljós að barnæska henn-
ar sjálfrar er saga kúgunar og misþyrminga. Hún á óuppgerð mál við
feður barna í skólanum og leggur þau í einelti og niðurlægir á margvís-
legan hátt. Hefhd hennar er sæt og hún hefur enga samúð með krökk-
unum. Hún nýtur þess að gjalda líkum líkt, þ.e. misþyrma feðrunum
með því að ofsækja börn þeirra.
Þennan föstudag er fröken María Gabriela í vondu skapi. Hún
er búin að leggja fyrir bekkinn bæði þungan stíl og óleysanlega
réttritunaræfingu. [...] Krakkarnir finna á sér að eitthvað er
öðruvísi en vanalega og það á við um Miguel Arcángel líka.
Veikindi, slys, dauði eða önnur ógæfa. Það er eins og hann hafi
hætt að vera bara vesalingur og orðið venjulegur ellefu ára
strákur. Hann situr hreyfingarlaus, þögull, reiður og niður-
brotinn, eins og hann hafi grátið eða sé við það að bresta í grát
(bls. 36).
Nýja kennslukonan er geggjuð (segir hann síðar við föður
sinn). Algerlega biluð, snarklikkuð. Hún þreif hýði sem ég
hafði komið fyrir í veskinu hennar og henti því ffaman í mig.
Hún kippti niður óhreinu nærbuxunum sem ég hafði hengt á
töfluna, þreif hundaskítinn sem ég hafði klesst á stólinn henn-
ar og nuddaði hvoru tveggja í andlitið á mér. Hún virtist njóta
þess! (bls. 59).
Textar skáldkonunnar eru nöturlegir á köflum, en uppbygging þeirra er
svo meistaralega samansaumuð að ógerlegt er að leggja þá frá sér. Mind-
urry leikur sér með spennuþörf og myrkar hvatir lesandans, en hlær svo
að honum í lokin með því að koma með alls óútreiknanleg sögulok. I
skáldsögunni Lítið næturljóð (La pequena miísica nocturna, 1998) eru sögu-
persónurnar tvær unglingstelpur, skólasystur úr sitt hvorum þjóðfélags-
hópnum, sem flækjast inn í veröld manns sem hefur misjafht orð á sér.
Kynórar stelpnanna fá byr undir báða vængi og í texta sem er á mörkum
erótíkur og kláms flækist lesandinn inn í kynlífssamband eldri manns og
barnungrar stúlku sem tekur á sig ótrúlegar myndir. Vinkvennasamband,
þölskyldutengsl, traust og virðing yngri kvenna gagnvart þeim eldri og
þroskaganga unglingsstúlkna sem alast upp við misjafnan aðbúnað eru
efni skáldsögunnar. Mindurry dregur upp mynd ungrar ákveðinnar kyn-
69