Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 87
UM MEINTAN DAUÐA FEMÍNISMANS
kvenna sem hinar \mgri konur geti ómögulega tengt sig \ið. Femínismi
er því óendalega óspennandi f\TÍrbæri sem þessi kynslóð k\renna vill alls
ekki taka upp á sína arma. Það mætti þ\d e.t.v. segja að samk\ræmt þess-
ari skoðun væri femínismi best feigur fyrir það hvað hann er ljótur, leið-
inlegur og óáhugaverður.
Þessi affnarkaða sýn á femínisma og femínista minnir um margt á
lýsingar Guðbergs Bergssonar á femínistum þótt hann beini í skrifum
sínum einkum sjónum að kynslóð mæðra Ally-kyTislóðarinnar. Kvenrétt-
indakonur eru Guðbergi sérstakur þymir í auga og hann er óþreytandi á
að lýsa þeim sem 68-kynslóðar vinstri-kerlingum sem fái útrás fyrir allra
handa vonbrigði og vansæld í baráttu fyrir bættum hag kvenna. I lýsing-
um Guðbergs birtist femínismi einungis sem kenning um kúgun kvenna.
Samkvæmt hans skilningi, sem jafnframt er algengur misskilningur,
gengur allur femínismi út á að sýna konur sem fómarlömb.14 Femínist-
ar kvarta og kveina og reyna að fá sitt ffam með því að höfða til slæmr-
ar samvisku karla. Guðbergur dregur upp klisjukennda mynd af vissri
gerð femínista af tiltekinni kymslóð, en í skrifum sínum er hann í stöð-
ugu uppgjöri við þá kynslóð íslenskra, rinstrisinnaðra menntamanna
sem hann ólst upp með. Þar fyrir utan er þessi greining á femínisma lítt
gagnleg sem fræðileg pólitísk greining þar sem hún er einkum á sál-
fræðilegum og persónulegum nótum. Guðbergur er fyrst og ffemst að
lýsa og hæðast að samskiptamynstrum í valdabaráttu karla og kvenna úr
hópi ákveðinnar stéttar menntafólks að því le\ri sem deilur þeirra snúast
um stöðu kvnjanna. Hann blandar þ\i saman yfirborðslegri greiningu á
vissri gerð kvenréttindakonu (helst klæddri í mussu og með groddalega
svínsleðurstösku) og femínisma. Femínismi er miklu víðtækara samfé-
lagslegt og menningarlegt fyrirbæri og verður ekki smættaður niður á
hugarfar þessarar tilteknu, sögulegu manngerðar.
Engu að síður er þessi tiltekna holdgerving femínisma lífseig í hugum
margra og oft sett að jöffiu við femínisma, t.d. smættar hin svokallaða
Ally-kynslóð femínisma niður á þessa gerð kvenréttindakonu. Sam-
k\æmt lýsingu Kullmann, höfundar Ally-kynslóðarinnar, telja konur af
þessari kymslóð femínisma einungis vera kröfupólitík. Femínismi krefst
að þeirra mati séraðgerða í þágu kvenna, sem þær telja að geri ekki ann-
14 Þessi afstaða kemur skýrt fram í sumum kvenlýsingum í bókum Guðbergs. Sjá t.d.
Sú kvalda ást sem bugarfylgsnin geyma. Mál og menning 1993 og Hjartað býr enn íhelli
sínum. Mál og menning 1982.
85