Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 90
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
hefur beint og óbeint áhrif á líf og kjör fólks er femínismi fyrst og fremst
aðferð til að greina og gagnrýTia misrétti. Hann byggir þess vegna á
greiningu á þeim þáttum í menningu og samfélagi okkar sem valda eða
viðhalda kynjamisrétti og koma niður á konum og körlum líka að því
leytá sem misræmi í stöðu kynjanna getur haft margvísleg neik\’æð áhrif
á þá. Slík gagnrýni er ekki einungis „neikvæð“. Með þvi' að benda á það
sem betur má fara felur hún í sér hugmyndir um hvernig haga má mál-
um þannig að bæði kynin geti notið góðs af.
Fyrsta skrefið í femínískri greiningu á mismun í stöðu kynjanna og
mismun(un) kvenna er að skýra sjálft hugtakið „konur“ sem hóp til að-
greiningar frá körlum. Konur eiga eitthvað sameiginlegt sem konur, en
það eru áhöld um hvað þetta eitthvað felur í sér. Eru það tilteknir sálræn-
ir eða vitsmunalegir eiginleikar kvenna sem afmarka þær ffá körlum
(sem hljóta þá einnig að búa yfir vissum karllegum eiginleikum)? Eða er
það eitthvað í stöðu þeirra sem kvenna sem skipar þeim á sama bás?
Hörðustu deilur innan femínískra fræða á undanförnum árum hafa ein-
mitt staðið um skilgreiningar á „konum“ sem viðfangi femínisma. I hin-
um svokallaða póstmóderníska femínisma hefur verið unnið að því að
„afbyggja“ skilgreiningar á konum sem hafa verið lagðar til grundvallar
femínískri nálgun. Astæðan var óánægja með slíkar skilgreiningar vegna
þess að þær þóttu fastsetja kvænleika og jafnvel sjálft kveneðlið sem gerði
að verkum að suinar konur féllu innan marka „kvenna" en aðrar ekki,
auk þess sem slíkar skilgreiningar þóttu fela í sér boð um hvernig konur
ættu að vera, vildu þær teljast konur.18 I kjölfarið hefur svokölluð and-
eðlishyggja verið að mestu ríkjandi innan femínískra fræða. Hið meinta
eðli í skilgreiningum á samkennum kvænna þótti vera söguleg afurð til-
tekinna fræða sem þjónuðu hagsmunum vissra afbrigða femínisma í
þágu tiltekinna hópa, t.d. hvítra, miðstéttar kvenna.
Ef ekki er til að dreifa „eðli“ eða samkennuin allra kvenna eftir af-
byggingu þeirra (hér á eftir mun ég koma betur að því hvað hugtökin
„eðli“ og „samkenni“ geta merkt í þessu samhengi) virðist ekki lengur
vera grundvöllur fyrir því að finna samnefnara fyrir femínisma. Svo virð-
ist sem þetta leiði til sundrungar femínisma og að eftir standi einungis
mismunandi femínískar kenningar og ólíkir hópar kvenna. Fyrir vikið
18 Sjá grein mína um þetta, .Jafnrétti, mismunur og fjölskyldan. Um mismun(un) og
jafnrétti kynjanna í ljósi mótunarhyggju Judith Butler“, í Sigríður Þorgeirsdóttir,
Kvenna megin. Hið íslenska bókmenntafélag 2001, bls. 77-94.
88