Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 91
UM MEINTAN DAUÐA FEMÍNISMANS
virðist sem „konur“ séu kornnar í hóp hinna fjölmörgu minnihlutahópa.
Ekki vegna þess að þær eru í raunverulegum minnihluta, því tölulega eru
þær í örlitlum meirihluta. Astæðan er öllu heldur sú að skilgreiningar á
„konum“ virðast lúta sömu lögmálum og skilgreining á minnihlutahóp-
um eða þjóðarbrotum. Tilteknar aðstæður hafa skapað þessum hópum
skilyrði sem hafa mótað vissa eiginleika með þeim og gert þá að aðskilj-
anlegum hópum sem hafa sérstöðu á einhvern hátt.
Eg tel hins vegar fráleitt að líta á konur sem minnihlutahóp í sama
skdningi og við lítum á þjóðarbrot eða aðra sérhópa.19 „Konur“ gætu
einungis talist minnihlutahópur ef við metum styrk og stöðu hópa fé-
lagsfræðilega eftir því pólitíska valdi og efnahagslega bolmagni sem þeir
hafa. Konur eiga ekki nema lítið brot af auðæfum veraldar og þær eru í
miklum minnihluta í æðstu stöðum á landavísu. Þær gætu þess vegna tal-
ist minnihlutd á sama hátt og svartir menn í Suður-Afríku á tímum að-
skilnaðarstefnunnar sem voru stærstur hluti þjóðarinnar en höfðu ekki
völd í samræmi við það. Konur eru hins vegar ekki minnihlutahópur á
þann hátt að þær eigi sér sameiginlega sögu, tungu, menningararf eða
önnur einkenni. Þetta kom Simone de Beauvoir auga á, en í riti sínu Hitt
kynið, sem kom út fyrir meira en hálfri öld, sýnir hún einmitt fram á
þann mun sem er á konum sem hópi og t.d. blökkumönnum í Bandaríkj-
unum, gyðingum eða öreigum:
Sögulegur vdðburður olli því að sá veikari komst undir vald hins
sterka: tvístrun gyðinga, upphaf þrælahalds í Ameríku, hertaka
nýlendanna eru sögulegir atburðir. I þessum tilfellum lifir
minningin um f\Tra ástand hjá hinum undirokuðu. Þeir deila
fortíð, hefðum, stundum trúarbrögðum og menningu. [...] Or-
eigar hafa ekki alltaf verið til en það hafa alltaf verið til konur.
Líkami þeirra gerir þær að konum. Eins langt og menn muna
hafa þær alltaf verið undir karlinn settar. Osjálfstæði þeirra er
ekki afleiðing atburðar eða ávöxtur þróunar, það gerðist ekki.:0
Beauvoir benti einnig á að samband kvenna við kúgara sína væri allt ann-
ars eðlis en samband undirokaðra minnihlutahópa við sína kúgara. Karl-
19 Vissulega eru til minnihlutahópar innan hóps kvenna, eins og t.d. fatlaðar konur.
:o Simone de Beauvoir, Inngangur að Hinu kyninu í þýðingu Torfa H. Tulinius, í Irma
Erlingsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir (ritstj.), Simone de Beauvoir. Heimspekingur,
rithöfundur, femínisti. Háskólaútgáfan 1999, bls. 31.
89