Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Síða 92
SIGRIÐUR ÞORGEIRSDOTTIR
ar og konur eru frá upphafi vega hvort öðru háð. Samlíf þeirra hefur
þróast í þá átt sem gerði að verkum að karlinn er viðmiðið, en konan
„hin(n)“ eða það sem er leitt af viðmiði karlsins. Hún er þess vegna met-
in út frá honum samkvæmt greiningu Beauvoir. En jafnvel þótt konur
séu þessi „hin(n)“ sem karlinn þarf á að halda til að geta verið hið eina
og algilda viðmið, eiga konur sér ekki sameiginlega forsögu sem kúgað-
ur hópur. Þær hafa þess vegna ekki getað auðkennt sig á jafn eðlilegan
hátt og gyðingar eða blökkumenn í Bandaríkjunum sem hópur kúgaðra
andspænis kúgara sínum. Kúgari þeirra er ekki yfirvald sem hægt er að
segja sig úr lögum við, heldur er hann faðir þeirra, eiginmaður, bróðir,
og vinnr. Beauvoir telur hins vegar að nú sé kominn tími til að konur
segi „við“ um sig sjálfar og taki saman höndum til að vinna bug á kynja-
misrétti. Jafnframt á hún sér þá ósk að konur og karlar geti unnið sam-
an að því að skapa réttlátan heim þar sem konur líða ekld Krir kyn sitt.
I rannsókn sinni á sögu kynjamismunar sýnir Beauvoir ffam á að hug-
myndaffæði tvíhyggju karlleika og kvenleika gegnsýrir alla menningu
okkar. Tvíhyggja líkama og hugar, skynsemi og tilfinninga, náttúru og
menningar sem hefur verið viðtekin í hugmyndasögu fram á okkar daga
á sér rætur í tvíhyggju karl- og kvenleika. Með því á Beauvoir ekki við
fastmótað kven- eða karleðli. Hún heldur þ\n ffam að maður „fæðist ekki
kona, heldur verði kona“, að eiginleikar þeir sem við eignum ktmjunum
séu ekki frá „náttúrunnar hendi" heldur ntenningarlega og sögulega til
orðnir. Mismunandi líkamleiki kynjanna og verkaskipting hafa ffá örófi
skapað forsendur sem hafa leitt til stigskiptingar ktmjanna. \ egna þess
hve djúpt er á þessurn mun og vegna þess hvað hann hefur gegnsýrt alla
menningu, tungumál og atferli, er ljóst að hann er djúpstæðasta aðgrein-
ing sem unnt er að henda reiður á í mannlegu samfélagi. Mannktmi er
skipt í tvennt á grundvelli þessa munar, óháð litarhætti, kjmhneigð,
þjóðerni, menningu og tungu. Tungumálið og táknkerfi menningarinn-
ar eru gegnsósa af aðgreiningum í anda kynbundinna t\Tennda.:i Að upp-
21 Nýlega var unnin skýrsla fýrir jafnréttisnefnd Háskóla Islands um kynjun í tungu-
máli í dómnefndarálitum vegna stöðuumsókna við Háskólann. Þar kemur m.a. fram
að málfar sem felur í sér vísanir í kvenleika er notað til að lækka viðkomandi um-
sækjanda í áliti, óháð því hvort um konu eða karl er að ræða. Sjá Þorgerður Þor-
valdsdóttir, „Kynlegar víddir í dómnefndarálitum? Er kynbundinn munur á umfjöll-
un um karl- og kvenumsækjendur í dómnefndarálitum Háskóla Islands?“ Skýrslan
sem kom út í mars, 2002 er aðgengileg á vefislóðinni http://www.hi.is/stjorn/jafn-
rettisn/domnefndir.pdf
90