Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 95
UM MEINTAN DAUÐA FEMÍNISMANS
ishrevfingu“26 innan femínisma lét hins vegar á síðasta áratug í minni
pokann f\TÍr femínisma sem leggur áherslu á mismun kvenna og heldur
því ekki á lofti gildum sem talið er að allar eða flestar konur gæm sam-
mælst um. Fvrir \ákið hafa slagorð um „systralag“ eða samstððu kvenna
ekki átt upp á pallborðið tmdanfarið, allra síst meðal kvenna af Ally-kyn-
slóðinni.
A allra síðustu árum hefur sumum fermnistum þótt nóg um þessa þró-
un vegna þess að þeir telja að áhersla á mismun hafi sundrað femínis-
manum. Samkvæmt þessari gagnrýni er mismunarfemínisminn vatn á
myllu einstaklingshyggjunnar í formi þeirrar sérhyggju sem einkennir
afstöðu kvenna af kynslóð Ally tdl femínisma og gæti hljómað á þessa
leið: „Fyrst við erum allar óKkar eigum við ekkert sameiginlegt sem kon-
ur. Fyrst við erum allar mismunandi eigum við heldur ekki við sameig-
inlegt kúgunarafl að etja.“ Mismunarfemínismi býður því ekki upp á
nægilega gagnrýnið viðnám við mismunun á grundvelli k\ns. Af þessum
sökum hafa komið fram raddir sem hvetja til þess að horfið verði aftur
til þess að finna sterkari samnefnara f\TÍr konur en einungis þá staðreynd
að þeim sé mismunað á grundvelli kyns síns. Linda Alcoff hefur til að
mynda hvatt til þess að endurvekja eðlishyggju: „Eg fyrir mitt leyti“
skrifar hún, „vonast til þess að hætt verði að hafna sjálfkrafa öllu sem
talið er til eðlishyggju“.2 Eðlishyggjan, þessi skotskífa femínista síðasta
áratugar, er því til endurskoðunar, eins og samnefndur fyrirlestur Astu
Kristjönu Sveinsdóttur sem hún hélt við Háskóla Islands haustið 2001,
ber með sér.28
Fennnisnii og eðlishyggja
í skrifum sínum re\nir Asta að sýna fram á að eðlishyggja þurfi ekki að
vera andstæð markmiðum k\ænfrelsis eins og mismunarfemínistar hafa
haldið fram. Fyrir þessari skoðun færir hún þau rök að félagsleg- og
26 Asta Kristjana Sveinsdóttir, ritdómur um Kvenna megin, Skímir, 176, vor 2002, bls.
167.
27 Linda Martin Alcoff, „Philosophy Matters. A Review of Recent V\brk in Feminist
Philosophy", Signs: JoumalofWomen in CultureandSociety, 2000, 25/3, bls. 866. Alcoff
færir reyndar engin frekari rök fynr hvers konar eðlishyggju hún aðhyllist í grein
sinni. Sem dæmi um nvlega vöm f\TÍr femíníska eðlishyggju má benda á bók Susan E.
Babbit, Impossible Dreams: Rationality, Integrity, andMoral Imagination. Westview 1996.
28 Erindið „Eðlishyggja í endurskoðun“ er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.
hi.is/stofh/fem/rabb_astasveins.html.
93