Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 97
UM MEINTAN DAUÐA FEMÍNISMANS
Asta telur að hugsanlega sé unnt að finna forsendur samkennis kvenna
í þeim félagslegu skorðum sem kynhlutverkum eru sett. Hún telur eðl-
iseiginleika birtast í þvd að það er gífurleg tregða í félagslegum veruleika
sem gerir t.d. að verkum að það er afar erfitt að skipta um kyn.34 Það
væri fengur í nánari sundurgreiningu á tregðuþáttunum, en þeir hljóta
m.a. að vera afsprengi ýmis konar sálfræðilegra, efnahagslegra og trúar-
legra hugmynda. Skýringarnar sem Asta færir fyrir eðli eru alfarið sögu-
legar og menningarlegar að því leytd sem slíkir þættir eru orsök tregð-
unnar sem heldur kynjunum á sínum bás. Hún kemst því að þeirri
niðurstöðu að mismunarfemínismi hafi fyrst og fremst barist við líf-
ffæðilega eðlishyggju sem skýri hina ríkjandi andeðlishyggju sem ein-
kennir femínísk fræði samtímans. Mismunarfemínismi, t.d. í anda af-
byggingarkenningar Judith Butler, sem gerir ráð fyrir að bæði kyn (e.
rer) og kynferði (e. gender) séu afurðir orðræðu og félagsmótunar, gæti
samt sem áður ekki rúmað þá eðlishyggju sem Asta lýsir. Butler gæti ekki
unað við þetta afbrigði eðlishyggjunnar sem er í raun mótunareðlis-
hyggja35 vegna þess að það er reist á hugmyndinni um samkenni allra
kvenna sem er alfarið í andstöðu við mismunarkenningu hennar. Hún
hafnar því m.ö.o. að hægt sé að tína til einkenni eða þætti í lífi eða að-
stæðum kvenna sem eigi við allar konur.
Annmarkinn á kenningu Butlers er hins vegar sá að hún gefur afar yf-
irborðslega mynd af kyni og kynferði/kyngervi og tekur alls ekki nægt
tillit til djúpgerðar karlleika og kvenleika sem Asta reynir að grafast fyr-
ir um. Eg er sammála Astu um það að gera verði nánari heimspekilega
grein fyæir áhrifum tregðuþáttanna á sjálfsmynd og sjálfsskilningi kynj-
anna. Þetta má t.d. gera með því að leita í smiðju fyrirbærafræði og
greiningar hennar á kynbundinni reynslu.36 Nýlegar fyrirbærafræðileg-
34 Asta Kristjana Sveinsdóttir, „Eðlishyggja í endurskoðun", bls. 6. Sem dæmi um beit-
ingu á tregðukenningu til að greina sjálfsmynd hvað kyn, kynþátt og þjóðarbrot
varðar vísar Asta í grein Anthony Appiah, „But Would that Still Be Me? Notes on
Gender, ‘Race’, Ethnicity, as Sources of ‘Identity’“, Joumal of Philosophy, 87 (okt.
1990), bls. 493-499.
” Eg hef áður auðkennt þessa afstöðu sem „samfélagslega eðlishyggju“, sbr. ,Jafnrétti,
mismunur og fjölskyldan. Um mismun(un) og jafnrétti kynjanna í ljósi mótunar-
hyggjujudith Buder“, bls. 81.
Sjá grein mín „Konur og líkaminn. Frá Beauvoir til Buder“ þar sem ég reyni að færa
rök fyrir því að fyrirbæraffæðileg nálgun Beauvoirs sé betur til þess fallin að henda
reiður á reynslu af kyni og kynferði en orðræðugreining Butler. I Kvenna megin, bls.
127-142. ’
95