Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Blaðsíða 100
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
ar konur búa við. Þeir væru í öðru lagi skilgreindir í pragmad'skum til-
gangi, þ.e. sem grundvöllur gagnrýni á kynjamisrétti og til að leiðrétta
of karlmiðaða mynd af „manninum“.
Umfjöllun Astu um gildishreydingu innan femínisma veltir upp þeirri
nauðsynlegu spumingu hvort frelsishret’fmg innan femínisma þurfi að
vera eða sé í raun studd tdlteknum gildum. Þrátt finir að ffelsisfemínismi
veigri sér að mestu Uð að leggja tdltekið k\-enlægt gildismat til grundvall-
ar afstöðu sinni felur hann engu að síður í sér eindregna afstöðu til stórra
pólitískra málaflokka og sú afstaða byggir óhjákvæmilega á \dssu gildis-
mati. Gagnrýni Astu krefst því þess að dregin verði ffam þau gildi sem
búa að baki frelsifemínisma. Hugsanlega koma slík gildi hvað skýrast í
ljós í því viðhorfi að vettvangur heimilis og einkah'fs sé á margan hátt
ekki undanskilinn pólitík.43 Frelsisfemínismi k\'eður t.d. á um réttindi er
tryggi sjálffæði kvenna jafnt innan einkavettvangs sem og á opinberum
vettvangi. Það hefur í för með sér að starf inni á heimilum eigi að vera
metið að verðleikum í samfélaginu. Að baki þessari kröfú býr þess vegna
hugmynd um gildi og verðleika þeirra starfa sem eiga sér stað inni á
heimilum, hvort sem það lýtur að umhyggju bama eða annarra sem
þurfa umönnunar við.
Þrátt fyrir þetta er ljóst að gildisfemínismi er mun gildishlaðnari en
ffelsisfemínismi. Asta tiltekur ekki beint hvaða gildi það gætu verið, en
til álita koma gildi sem sett em fram til mótvægis við gildi sem em tengd
karlmiðuðum skilningi á mannvemnni. Það siðferðilega gildi sem kem-
ur einna fyrst upp í hugann er gildi samstöðunnar. Það hefur löngum
verið tengt heimi kvenna að því leyti sem þær em oft og iðulega ábyrg-
ari fýrir fjölskyldu- og vinasamböndum en karlar. I gildi samstöðunnar
felst andsvar \f ð einstaklingshyggju sem sérhyggju. Hún k\'eður einnig á
um að þeir sem minna mega sín þurfi samstöðu, þ.e. þeir eigi rétt á þeirri
umönnun sem þeir þurfi á að halda. Sérhyggjan hefur aftur á móti í sögu
heimspekinnar verið tengd lífi karla vegna þess að hún á sér rætur í hug-
myndum um „manninn“ sem hinn staka karl sem er öðmm óháður.44
43 Femínísk stjómmálaheimspelci hefur andmselt hinni skörpu aðgreiningu opinbers-
og einkavettvangs, sem einkennist af blindu á pólitískar víddir einkavettvangs. Sjá
Sigríður Þorgeirsdóttir, „Frelsi, samfélag og fjölskylda", Kvenna megin, bls. 65-76.
44 Sjá grein Seyla Benhabib, „Der verallgemeinerte und der konkrete Andere: Ansát-
ze zu einer feministischen Moraltheorie“, í Elisabeth List og Herlinde Pauer-
Studer (ritstj.), Denki'erháltnisse: Feminismus und Kritik. Frankfurt M.: Fischer 1989,
bls. 454-487.
98