Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 103
UM MEINTAN DAUÐA FEMINISMANS
Sú skoðun að akademískur femínismi sé orðinn að filabeinsturni fjarri
raunverulegum baráttumálum í samfélaginu er hins vegar fráleit.'’1 Hún
byggir á því að femínistar eigi helst brýnt erindi í stjórnmál, en hafi síð-
ur hlutverki að gegna innan ffæðanna. Þeir sem aðhyllast þessa skoðun
taka veruleika vísinda og fræða ekki alvarlega. Vissulega hafa hinar ein-
stöku vísindagreinar mismikil áhrif á samfélagið og líf okkar, en í stað
þess að telja vísindin veraldarfirrt er nær að leiða hugann að þeim áhrif-
um sem þau hafa á líf manna. Hin femíníska gagnrýni sem á sér stað í
vísindum beinist að grunni vísindalegra túlkana og skýringa á veruleik-
anum. Hún leyfir sér oft að draga í efa óhlutdrægni og hlutlægni hinna
„hlutlægu sanninda“ um hin ýmsu svið veruleikans sem eru sett ffam í
nafni vísinda.52 Þessi gagnrýni beinist því að grunni túlkana okkar á
veruleikanum, sögunni, menningunni, samfélaginu, lögunum, raunvís-
indum og tækni. Jafnframt leitast hin femínísku fræði við að koma öðr-
um og nýjum sjónarmiðum að. Með slíkum nálgunum býður femínismi
upp á aðra og fjölbreyttari sýn á veruleikann. Femínisminn er því í
ffamvarðarsveit róttækrar samfélagsgagnrýni innan vísindanna nú á
dögum.
51 Sbr. Richard Rorty, „Feminism, Ideology and Deconstruction: A Pragmatist View“,
Hypatia, 1993, 8(2), bls. 96-103.
52 Sjá t.d. Evelyn Fox-Keller og Helen E. Longino (ritstj.), Feminism and Science. Ox-
ford University Press 1996.
IOI