Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 108
VILHJALMUR ARNASON
I
Fyrsta gagnrýnisatriðið sver sig mjög í ætt við átthagahyggju (communit-
arianism)10 og varðar stöðu sjdlfiverunnar í réttlætiskenningum, en svo
mun ég nefha þær hugmyndir sem umhyggjukenningin beinir spjótum
sínum einkum að. Samkvæmt athugunum Gilligans taka konur meira
mið en karlar af raunverulegri stöðu einstaklingsins í siðadómum sínum.
Hin siðferðilega sjálfsvera er einstaklingur af holdi og blóði, tengdur að-
stæðum sínum og telur sig vera skuldbundinn öðru fólki. Sérstaða um-
hyggjunnar er þá sögð liggja í því að ákveðinn einstaklingur látd sig varða
tiltekinn annan einstakling sem hann tengist sérstökum böndum. Rétt-
lætiskenningar lýsi aftur á móti fyrst og fremst hverjum sem er, því að
réttlætisgyðjan (sem oft er sýnd með bundið fýrir augun) lætur sig slík
tengsl einstaklinga engu skipta og dæmir í málum þeirra af kaldri óhlut-
drægni. Þessi óhlutdrægni er einmitt kjarninn í því sem kallað hefur ver-
ið „hið siðferðilega sjónarhorn". Menn verða færir um að sjá hlutina
undir hinu siðferðilega sjónarhorni þegar þeir geta metið reglur í ljósi
þess að þær séu sanngjarnar og þjóni hagsmunum allra (þ.e. hvers sem
er) til lengri tíma litið.
Bandaríski heimspekingurinn Seyla Benhabib greinir í þessu sam-
hengi á milli tvenns konar sýnar á „hinn aðilann“ í siðferðilegum dóm-
um.n Annars vegar er um að ræða „hinn almenna“ þar sem við sjáum
hinn aðilann í ljósi þess að hann njóti sömu réttinda og við og okkur beri
að auðsýna honum siðferðilega virðingu hver sem hann kann að vera.
Þetta er sú sýn sem er ríkjandi í réttlætiskenningum. Hins vegar er um
að ræða „hinn tiltekna“ þar sem við sjáum hinn aðilann sem einstaka
manneskju með ákveðna lífssögu, þarfir, möguleika og takmarkanir.
Þetta er sú sýn sem ríkjandi er í umhyggjukenningum. Þessi munur
skýrist sumpart af því að réttlætiskenningar leggja mesta áherslu á sam-
skipti manna á opinberum vettvangi, en láta sig síður varða nánari sam-
bönd fólks á vettvangi einkalífsins.12 Þessi áherslumunur er hluti af þeirri
vanrækslu á reynsluheimi kvenna sem einkennt hefur heimspekihefðina.
10 „Communitarianism" er smndum nefndur samfélagshyggja á íslensku. Sjá grein
mína „Réttlæti og sameiginleg gildi". LíncLela. HIB 2001, bls. 635-644.
11 Seyla Benhabib, „The Generalized and the Concrete Other. The Kohlberg-Gilli-
gan Controversy and Moral Theory“, Situating the Self. Community and Postmodem-
ism in Contemporary Ehics. Polity Press 1992, bls. 148-177.
12 Eg gagnrýni samræðusiðfræðina fyrir þetta sama í greininni „Siðfræðin og mannlíf-
ið“ í Broddflugum. Háskólaútgáfan 1997, einkum bls. 85-87.
ioó