Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 112
VILIIJALMUR ARNASON
II
Annað gagnrýnisatriði umhyggjukenninga á hendur réttlætiskenning-
um, sem ég kýs að gera að umtalsefhi, varðar þá hugmynd að siðferði-
lega rétt athöfti sé í samræmi við almennt lögmál. Gilligan telur að þessi
hugmynd sé of þröng og vanmeti blæbrigði aðstæðna og næmi manna
fýrir þeim.24 Þess vegna ætti að tala um „viðeigandi viðbrögð“ við að-
stæðum, sem geta verið mjög einstaklingsbundin, ffernur en um „rétta
hegðun“ sem væri eins fyrir alla sem væru í sömu aðstöðu.2' Mðeigandi
viðbrögð við aðstæðum ráðast af aðstæðubundinni dómgreind eða til-
finningu sem ekki verða sveigðar undir almenn lögmál þ\'í að þær taka
einkum mið af einstökum þáttum aðstæðnanna og þeirra einstaklinga
sem eiga í hlut. Tungutak óhlutdrægni og almennrar sanngirni sem rétt-
lætiskenningar bregða fyrir sig er til marks um flótta þeirra frá hinu ein-
staka og nær því ekki að tjá þessa aðstæðunæmu umhyggju.
Þessi málflutningur markar í sjálfu sér ekki sérstöðu femínískrar
gagnrýni. Hún gengur eins og rauður þráður gegnum skrif þeirra sem
tefla aristótelísku siðvitd ffarn gegn kantískri lögmálshyggju sem þeir
kalla svo. Aristóteles lýsti takmörkunum siðferðilegrar þekkingar mjög
skarplega og taldi að eðli málsins samkvæmt yrði hún aldrei fullnuð fyrr
en á hólminn væri komið. Þar þ\-rftu menn einmitt að hafa auga fyrir að-
stæðtmum, sjá hvað væri við hæfi að gera hverju sinni og koma því í verk.
Þetta aðstæðubundna siðvit er upplýst af almennum, viðteknum hug-
myndum um rétt og rangt en hinn réttsýni maður heimfærir þær hyggi-
lega í hverju tilviki með því að finna meðalhóf athafna og tilfinninga.
Greining Kants í siðff æðinni er á allt öðru plani, ef svo má segja. Alark-
mið hans er að orða siðalögmálin sem manni ber að fylgja, hverjar svo
sem aðstæður hans kunna að vera.26
siðfræðihefðarinnar þar sem heimspekingurinn er á eintali við sjálfan sig og siða-
reglurnar en leggur enga áherslu á rökræðu manna á milli.
24 Gilligan, „In a Different Voice. Women’s conception of the self and morality", Har-
vard Educational Review 47 (1977:4), bls. 511.
25 Lawrence A. Blum, „Gilligan and Kohlberg: Implications for Moral Theory", Eth-
ics 98 (April 1988), bls. 476; Owen J. Flanagan ogjonathan E. Adler, „Impartiality
and Particularlity“, Social Research 50 (1983:3), bls. 585.
26 Hér á ég einkum við greiningu Kants í Gnmdlegung zur Metaphysik der Sitten. I rit-
inu Kritik der Urteilskraft fjallar Kant aftur á móti um atriði sem varða miklu við sið-
ferðilegt mat á aðstæðum.
IIO