Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 114
VTLHJALMUR ARNASON
mennra hugmjTida um rétt og rangt og næmið fÁTÍr aðstæðtmum er
fólgið í því að sjá hvað ber að gera hverju sinni. Eg hef orðað þetta svo
að siðferðileg lögmál án næmis fvTÍr aðstæðum séu innantóm, en sið-
ferðilegt innsæi án skilnings á almennum lögmálum sé blint.30
Slíkrar „blindu" gætir nokkuð í ktTiningu Gilligans á niðurstöðum
viðtala við ungar konur sem hugleiddu fóstureyðingu, en svör þeirra
hefur hún til marks um þá siðferðishugsun sem hún kennir við tun-
hyggju.31 Hin eiginlegu siðalögmál, sem standa vörð um þau verðmæti
(einkum þau siðalögmál að virða beri mannlegt h'f og að fólk eigi ráða
eigin lífi, en ég fæ ekki séð að ákvörðun um fóstureyðingu geti orðið sið-
ferðisvandi án þeirra32), sem gera fóstureyðingu að siðferðilegu úrlausn-
arefni, virðast ekki vera í sjónmáli kvennanna þegar þær ræða þau atriði
sem máh skipta þegar ák\ örðun er tekin. Þótt sumar þeirra taki það
reyndar ffam að mannlegt líf sé í veði, snýst vandiim í huga þeirra eink-
um um fyrirsjáanlegan lífsmáta þeirra sjálfra í kjölfar ákv örðunarinnar.
Spumingin um siðferðilegt réttmæti fóstureyðingar víkur í raun frTÍr
annarri spurningu: Hvers konar lífi langar mig til að hfa? \lssulega
mættd leitast við að þýða svör kiennanna yfir í sjálffæðislögmálið, eða
réttinn til að ráða yfir eigin líhama og lífi. En á mælikvarða Gilligan er
það karllegt réttlætislögmál, enda til marks um áherslu á sjálfstæði ein-
staklinga fremur en á að rækta sambönd þeirra á milh. Gilligan kýs að
greina þessi svör fremur útff á áb\Tgð kvennanna á eigin lífi í samhengi
við aðra sem þær tengjast sterkum böndum þar sem meginviðmiðunin er
að „leysa siðferðisvandann á þann hátt að enginn verði sár“.33 Það er
vissulega mildlvægt að leitast Hð að levsa mál þannig að engum sárni en
það getur aldrei orðið höfuð\iðmiðun siðferðilegra úrlausnarefiia.
30 „Leikreglur og lífsgildi“, Broddflugur.; bls. 200. Þetta er líka leiðarstef í riti mínu Sið-
fræði lífs og dmtða. Háskólaútgáfan 1993.
31 Gilligan, ln a Different Voice, 3. kafli. Sjá gagnrýna umneðu um þetta hjá Gertrude
Nunner-Winkler, „Two Moralities? A Critical Discussion of an Ethic of Care and Re-
sponsibility versus an Ethic of Right and Justice,“ Morality, Moral Behaviour and Moral
Development, ritstj. WM. Kurtines ogJ.L. Geuirtz. New York: Wiley 1984, bls. 357.
32 Þótt ákvörðun um fóstureyðingu hafi óhjákvæmilega þessa siðfræðilegu vídd mætti
ætla að staða konunnar sé öðru ffemur harmræn en það kemur ekki skýrt fram í
svörum þeirra kvenna sem Gilligan ræðir við heldur.
33 Sama rit, bls. 71.