Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 115
UMHYGGJA OG RETTLÆTI
III
Þetta leiðir mig út í þriðja gagnrýnisatriði umhyggjukenninga á réttlæt-
iskenningar sem er að þær síðarnefndu boði að sýna skuli óhlutdrægna
sanngirni á kosmað þess að axla ábyrgð á náunganum. Athugun Gilligan
leiddi í ljós að mestu skipti fyrir konur að forðast að særa fólk, en að karl-
ar hugsi meira um hvað fólk eigi réttmætt tilkall til. Meginviðfangsefni
kvenlegrar umhyggju er samkvæmt þessu að gæta þess að særa engan og
að „kyssa á meiddið“ þegar skaðinn er skeður. Það er athyglisvert að sár-
indi (e. hurt) skuli hér sett í öndvegi fremur en skaði (e. hcirtn) sem frjáls-
lynd siðfræði setur gjarnan sem takmörk frelsisins. „Hver maður á rétt
til að hfa eins og hann sjálfur kýs, svo lengi sem hann skaðar ekki aðra“,
staðhæfir Mill í ffelsisreglunni. Þótt munurinn á skaða og sárindum geti
orðið óljós, þá greinir almennt á milli að skaði er hlutlægur, sárindi hug-
læg eða einstaklingsbundin.34 Þannig er óhugsandi að mér geti sárnað án
þess að ég viti af því, en ég get orðið fýrir skaða án þess að taka eftir því.
Að skaða mann er að brjóta gegn varanlegum, hlutlægum hagsmunum
hans, en að særa hann er að misbjóða tilfmningum hans með einhverj-
um hætti. Af þeirri ástæðu er óhætt að fullyrða að rangt sé að valda
annarri manneskju skaða, en urn sárindi gegnir öðru máli. Þótt ég viti að
Magnúsi hafi sárnað við Maríu, er það opin spurning hvort María hafi
beitt Magnús rangindum. Þeirri spurningu er nauðsynlegt að svara áður
en því er slegið föstu að María beri siðferðilega ábyrgð á sárindum
Magnúsar. Að öðrum kosti yrði Maríu gert að axla almenna ábyrgð á til-
finningum Magnúsar sem er fráleitt. '5
Það er vafasamur málflutningur fyrir femínista að meginkrafa siðferð-
isins sé að leggja líkn við hverja þraut. Eflaust svíður það mörgum kar-
linum að láta af hendi kynbundin forréttindi og vart er það ætlunarverk
umhyggjukenninga að viðhalda þeim með því að brýna mikilvægi þess
að særa engan. Gilligan vill greina á milli umhyggju og fórnarlundar en
það verður ekki fyllilega gert nema með því að draga mörk réttmætrar
umhyggju við þau sárindi sem aðrir eiga sanngjarnt tilkall til að sé sinnt.
En þar með er búið að innleiða á nýjan leik þá réttlætisviðmiðun sem
gagnrýnd var í upphafi, sem sé að manni beri ekki siðferðileg skylda til
34 Sjá um þetta atriði Joel Feinberg, Social Philosophy. Prentice Hall 1973, bls. 27-28.
35 Hér sldptir vitaskuld máli hver þau Magnús og María eru, hvernig tengslum þeirra
er háttað o.s.frv. Eg geng út frá því að um sé að ræða tvo fullveðja einstaklinga sem
eru færir um að taka ábyrgð á eigin lífi, sbr. frekari umræðu síðar í greininni.
IJ3