Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 118
VDLHJALMUR ARNASON
berum hvert gagnvart öðru í nánum samskiptum, en réttlætið taki til
hins opinbera vettvangs þar sem mikilvægast er að móta sanngjarnar
leikreglur án tillits til þess hver á í hlut. En þessi skipting má ekki verða
of skörp því að þá líða bæði sviðin. A hinu opinbera sviði er afar mikil-
vægt að réttlætisreglur taki mið bæði af stöðu þeirra sem sinna umönn-
un og þeirra sem þarfnast hennar. Það er ótvdrætt réttlætismál að samfé-
lagið skapi leikreglur og félagsleg skihTði þess að fjölskyldufólk geti
hagað málum sínum á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Aðgerðir á borð
við heimilishjálp, launastefttu, barnabætur og sveigjanlegan vinnutíma
geta til dæmis dregið úr birtingarmyndum heimilisranglætis sem bein-
línis má rekja til skorts á félagslegum úrræðum. A hirm bóginn er brýnt
að svið einkalífsins sé ekki undanþegið leikreglum réttlætis. Návígi um-
hyggjunnar felur í sér hætmr ef mannhelgi hvers og eins er ekki varin
skýlausum réttindum.
Það er því vandséð að sú tortryggni gagnvart algildum réttlætislög-
málum sem gætt hefur í femínískri umhyggjusiðfræði sé málstað femín-
ista til framdráttar. Sigríður Þorgeirsdóttir skrifar um þetta atriði: „Ef
haft er í huga að barátta femínista felst í því að losa sig undan hefð-
bundnum gildum og krefjast réttinda og frelsis, þá virðist mega æda að
hugmyndir ffjálslyndra séu vænlegri fyrir kvenfrelsisbaráttu en hug-
myndir samfélagsinna11.41 Hér er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga að
lcúgun kvenna á sér ekki síst duldar rætur í menningarlegum þáttum á
borð við tungumál, gildismat og hefðir. Þessir þættir eru jafnan tvdbent-
ir fyrir manneskjuna. Annars vegar gefa þeir henni rætur í heiminum og
eru forsendur ffelsis en hins vegar reyra þeir hana í váðjar sem skerða
möguleika hennar ril að skilgreina líf sitt og móta það á eigin forsend-
um. Atthagasinnar leggja jafhan áherslu á fyrri þáttinn og vilja því treysta
sameiginleg gildi, en ffjálslyndar réttlætiskenningar setja fram mæli-
kvarða sem nýtast vel í menningarlegri gagnrýni af því tagi sem kven-
frelsisbarátta ástundar, þótt hún komi með nýja og öfluga rödd í sam-
ræðuna.
41
Sigríður Þorgeirsdóttir, „Frelsi, samfélag og fjölsk\'lda“, Dýrleif Bjarnadóttir þýddi.
Hugur 6 (1993-1994), bls. 38.