Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 132
ELAINE SHOWALTER
iry. F\TÍr femíníska gagnrýnendur sem vilja sk\Tar línur, verður sívax-
andi fjöldi fagtímarita ekki til að auðvelda þeim leitina.
Til eru tvær aðskildar tegundir femímskrar gagnrýni og sé ekki greint
á milli þeirra (eins og flestir greinahöfundar gera) er farið á mis við
ffæðilega möguleika þeirra. Fyrri aðferðin er hugmyndafræðileg; hún
sér femínistann sem lesanda og býður upp á femínískan lestur texta út frá
birtingarformum og stöðnuðum ímyndum kvenna í bókmenntum,
þöggun og ranghugmyndum um konur í bókmenntagagnrýni og konu-
sem-tákni innan táknffæðikerfa. Þá er ekki allt upp talið sem hægt er að
ná ffam með femínískum lestri; hann getur einnig verið fræðilega frels-
andi, eins og Adrienne Rich hefur bent á:
I róttækri gagnrýni á bókmenntir, femímskri að upplagi, er verk-
ið fyrst og ffemst vísbending um hvemig við lifum, hvemig við
höfum hfað og hvemig við höfum verið látnar ímynda okkur að
við séum, hvemig tungumálið hefur kippt undan okkur fótunum
en um leið ffelsað okkur, hvemig sú iðja að nefna hluti hefur
ffam til þessa verið forréttindi karlmanna, og hvemig við getum
byrjað að sjá og nefna - og þar með lifa - á nýjan leik.9
Þessi frískandi fundur við bókmenntirnar sem ég ætla að kalla femhúsk-
an lestur eða femíníska gagnrýni, er túlkunarleið í sjálfum sér, ein margra
sem sérhver margbrotinn texti leyfir og þolir. Varla er hægt að krefjast
fullkomins samhengis í kenningum þegar um svo margslungið og víð-
tækt viðfangsefni er að ræða, þó að femínískur lestur hafi sannarlega ver-
ið áhrifamikil gagnrýnin aðferð. En í hinum frjálsa leik túlkunarsviðsins
er femínismi aðeins í samkeppni við aðra leshætti, sem úreldast jafnhratt
og bílaárgerðir og em umsvifalaust sendir á haugana þegar nýrri leshætt-
ir koma fram á sjónarsviðið. Eins og Kolodny, margbrotnasti kenninga-
smiður femínískrar túlkunar viðurkennir:
Eina krafa femínistans er að fá að neyta jafns réttar til að finna
nýja (og ef til vill annars konar) merkingu í þessum sömu text-
um; og um leið réttar síns til að að velja úr þá hluta textanna
sem hún telur mikilvæga, því þegar allt kemur til alls er hún að
spyrja nýrra og ólíkra spurninga um þá. Henni kemur ekki til
hugar að halda að lestur hennar og leskerfi séu endanleg eða
9 Adrienne Rich, „When the Dead Awaken: Writing as Re-Vision,“ On Lies, Secrets,
and Silence (New York: W.W. Norton, 1979), bls. 35.
130