Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Síða 135
FEMINISK GAGNRYNII AUÐNINNI
tel hina karlhverfu gagnrýnishefð ekki vera nothæfan grunn fyrir femín-
íska gagnrýni. Kvennafræðin getur kennt henni meira en ensk fræði, al-
þjóðlegar femínískar kenningar meira en enn ein málstofan um gömlu
meistarana. Hún þarf að finna sér eigið viðfang, eigið kerfi, eigin kenn-
ingar og eigin rödd. Eins og Rich yrkir um Emily Dickinson í ljóði sínu,
„I am in Danger - Sir - “, er tími kominn til að við reynum að leysa
þessa deilu á okkar eigið forsendum.
Að skilgreina hið kvenlega: Kvengagmýni og mælistika kvenleikans
Skrif konu eru alltaf kvenleg; þau geta ekki verið annað; þegar
best lætur eru þau ofurkvenleg. Eini vandinn er að skilgreina
hvað við eigum við með því að eitthvað sé kvenlegt.
\'irgima Woolf
Það er ómögulegt að skilgreina kvenlegan rithátt, og það
verður alltaf ómögvdegt, því aldrei verður hægt að fjalla um
hann á fræðilegan hátt, ná utan um hann eða festa í kerfi - sem
þó þýðir ekki að hann sé ekki til staðar.
Héléne Cixous, „Hlátur Medúsunnar“
Á undangengnum áratug hefur, að ég tel, skilgreining hins kvenlega haf-
ist. Ahersla femínískra gagnrýnenda hefur smám saman flust frá endur-
skoðandi leshætti til samfelldra rannsókna á bókmenntum eftir konur.
Ný tegund lesháttar sem varð til við þetta ferli eru rannsóknir á konum
sem rithöfitndum. Viðfangsefhi hans eru saga, stíll, minni, bókmennta-
greinar og bygging verka eftir konur; sálfræðilegir hvatar kvenlegrar
sköpunar; þær brautir sem rithöfundaferlar einstakra kvænna og kvenna
almennt fylgja; og þróun og lögmál kvenlegrar bókmenntahefðar. Þar
sem ekkert hugtak fyrirfinnst í enskri tungu um svo sérhæfða gagnrýna
orðræðu, hef ég fundið upp hugtakið „kvengagnrýni“ (gynocritics). Olíkt
femínískri gagnrýni, opnar kvengagnrýni fyrir ýmsar fræðilegar gáttir.
Með því að gera ritun kvenna að meginviðfangsefni okkar, neyðumst við
að taka okkur stöðu innan nýs hugmyndaramma og endurskilgreina
fræðilegt verkefni okkar. Vandamálið snýst ekki lengur um að reyna að
sætta ólík afbrigði endurskoðandi fjölhyggju, heldur snýst grundvallar-
03