Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 141
FEMINISK GAGNRYNIIAUÐNINNI
Sú femíníska gagnrýni sem reymir að vera líffræðileg, að skrifa beint
frá líkama gagnrýnandans, getur verið persónuleg og hreinskilnisleg og
hefur oft frumlegan stíl og form. I „Blóðþvotti“ („Washing Blood“), inn-
gangi að sérriti Feminist Stndies um móðurhlutverkið, lýsir Rachel Blau
DuPlessis í stuttum ljóðrænum efnisgreinum sinni eigin reynslu af því
að ættleiða bam, lýsir draumum sínum og martröðum, og veltir fýrir sér
„líknandi samruna líkama og hugar, sem er ekki eingöngu byggður
áþreifanlegri reynslu af móðurhlutverkinu sem samfélagsstofnun ...
heldur á líffræðilegu afli sem talar í gegnum okkur“.23 Gagnrýni sem er
svona nakin býr yfir storkandi viðkvæmni, hún leggur nánast hálsinn að
hm'fhum, vegna þess að fagleg bönn okkar við sjálfs-afhjúpun era svo
sterk. Þegar vel tekst til, getur kraftur hennar og reisn engu að síður náð
hstrænum hæðum. I sjálfri tilvist hennar felst ádeila á þá kvenkyns
gagnrýnendur sem halda áfram að skrifa einhvers staðar „fyrir utan
kvenlíkama sína“, eins og Rich orðar það. I samanburði við þennan
óhamda játningastíl getur orðvör og ströng fræðileg hugsun texta eins
og Tæling og svik (Seduction and Betrayal), eftir Elizabeth Hardwick eða
Sjúkleiki sem myndhverfmg (Illness as Metaphor), eftir Susan Sontag, virst
þurr og þvinguð.
I ofuráherslu sinni á hinn „holdlega grunn hugsunar okkar“ getur líf-
fræðileg femínísk gagnrýni engu að síður orðið grimmdarlega fyrirskip-
andi. Afhjúpun flakandi sára verður stundum að eins konar innvígsluat-
höfh sem hefur htið með gagnrýnið innsæi að gera. Og eins og ritstjórar
ritsins Questions feministes benda á, „er ... varasamt að gera líkamann að
miðpunkti kvenlegrar sjálfsleitar. ... Hugmvmdir um annarleika og Lík-
ama renna saman í eitt, því mesti sýnilegi munurinn á körlum og kon-
um, og sá eini sem getum verið viss um að er óumbreytanlegur ... er
vissulega munurinn á líkamsgerð. Sá munur hefur verið notaður sem
f\TÍrsláttur til að „réttlæta“ algert vald eins kynsins yfir öðru“ (þýð.
Yvonne Rochette-Ozzello, NEF, bls. 218). Rannsóknir á líkamlegu
mymdmáli í ritun kvenna eru gagnlegar og mikilvægar svo framarlega
sem við áttum oklcur á því að aðrir þættir en líkamsgerð koma einnig við
sögu. Hugmymdir um líkamann eru undirstaða skilnings á því hvemig
Sisters: Feminist Essays <m Wcrmen Poets, ritstj. Sandra M. Gilbert og Susan Gubar,
(Bloomington: Indiana University Press, 1979), bls. 135-50.
23 Rachel Blau DuPlessis, „Washing Blood,“ Feminist Studies 4 (júní 1978), bls. 10. Allt
það hefti inniheldur mikilvægar greinar í femínískri gagnrýni.
09