Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 143
FEMINISK GAGNRYNII AUÐNTNNI
veruleikanum; vegna þessa beinist sífellt meiri athygli að þeirri inn-
bvggðu kvennakúgun sem byggð er inn í málkerfi mótað af körlum“.2:’
Carolyn Burke segir málkerfið vera meginviðfangsefnið í femínískum
kenningum ættuðum ffá Frakklandi:
Stór hluti skrifa eftir konur í Frakklandi hefur að undanförnu
snúist um að firma og nota hentugt kvennatungumál. Tungu-
málið er upphafsstaðurinn: Prise de conscience [föngun meðvit-
undarinnar] verður að fylgja prise de la parole [föngun talsins].
... Samkvæmt þessari kenningu, bera form ráðandi orðræðu
hinni ráðandi karllegu hugmyndafræði vitni. Af því leiðir, að
þegar kona skapar sér tilvist með skrifum eða tali, þarf hún að
tala framandi tungumál, tungumál sem henni er ef til vill mjög
óþjált.26
Margir ffanskir femínistar aðhyllast byltingarkennd málvísindi, mtmn-
legan klofning ffá alræði feðraveldistungumálsins. I Tali konunnar [Par-
ole defemme] hvetur Annie Leclerc konur til „að finna upp tungumál sem
ekki er þvingandi, sem losar um tunguna fremur en að lama hana“ (þýð.
CourtivTon, NFF, bls. 179). í greininni „Hið mállega hold“ („La chair
linguistique“) tengir Chantal Chawaf saman líffræðilegan og málvís-
indalegan femínisma með þeirri skoðun sinni að kvennatungumál og
raunverulega kvenlegur ritstíll muni ljá líkamanum rödd:
Til þess að tengja bókina á nýjan leik við líkamann og ánægju,
þarf að gera skrifin minna fræðileg. ... Tungumál þetta mun
ekki úrkynjast og þorna upp, mun ekki hverfa aftur til þeirrar
bitlausu ffæðimennsku, þeirra stöðnuðu ímynda og auðsveipu
orðræðu sem við viljum hafna.
... Kvenlegt tungumál þarf, eðli sínu samkvæmt, að takast á
við lífið á ástríðufullan, vísindalegan, ljóðrænan og pólitískan
hátt til að það geti staðið af sér öll áhlaup [Þýð. Rochette-
Ozzello, NFF, bls. 177-78].
En fræðimenn sem óska eftir kvenlegu tungumáli sem er ffæðilegt,
byggist á kenningum og er nothæft innan akademíunnar, þurfa að eiga
25 Nelly Fumam, „The Study of Women and Language: Comment". Signs 4 (haust
1978), bls. 182.
25 Burke, „Report from Paris“, bls. 844.