Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 145
FEMINISK GAGNRYNI I AUÐNINNI
vettvangi. í leiðslutrúarbrögðum tala konur til dæmis oftar tungum en
karlar og skýra mannffæðingar það svo að miðað við karla hafa þær haft
takmarkaða rödd í formlegri trúarlegri umræðu. Tilvist torskilinna kven-
legra „tungumála“, í tengslum við trúarathafnanir er þó sjaldan fagnaðar-
efni; það var einmitt vegna gruns um að nornir byggju yfir leyndri þekk-
ingu og töluðu tungum sem þær voru brenndar á báli.28
Frá pólitískum sjónarhóli er áhugavert að bera saman hugmyndina
um kvenlegt tungumál og hina sögulegu mngumálsspurningu sem hef-
ur komið upp þegar nýlendur öðlast sjálfstæði. Að lokinni byltingu þarf
hið nýja ríki að ákveða hvaða tungumál eigi að verða opinbert mál:
Tungumálið sem stendur því „sálrænt næst“, og „gefur þjóðinni þann
styrk sem hlýst af því að tala sitt eigið móðurmál“, eða tungumálið sem
„er lykill að heildarsamfélagi nútímamenningar“, samfélagi sem aðeins
„erlend“ mngumál geta veitt hugmyndafræðilegan aðgang að.29 Segja
má, að tungumálsspurningin hafi komið upp þegar okkar bylting var um
garð gengin og að hún sýni togstreituna á milli þeirra sem kjósa að vera
fyrir utan akademískar stofnanir og gagnrýnishefðir og hinna, sem vilja
ganga inn í þær og jafhvel leggja þær undir sig.
Smðningur við kvennamngumál er því pólitísk afstaða sem einnig
hefur gríðarlegt tilfinningalegt vægi. Þó að konur geti sameinast í hug-
myndinni um kvennatungumál er hún alls ekki gallalaus. Olíkt velsku,
bretónsku, swahili og amarísku, það er tungumálum minnihlutahópa eða
frumbyggja, tala konur ekki eitt móðurmál, einhverja kynbundna
mállýsku sem er öðruvísi en hið ráðandi tungumál. Enskir og bandarísk-
ir málvísindamenn eru á einu máli um að „engar sannanir séu fýrir því
að kynin hafði meðfædda tdlhneigingu til ólíkrar uppbyggingar mngu-
máls“. Jafnframt verði hinn margvíslegi mvrnur sem greinst hafi á mál-
fari, áherslum og málnotkun karla og kvenna ekki skýrður með vísun til
„tveggja aðskilinna kynbundinna tungumála“, heldur sé nær að tala um
stfl., nálgun og samhengi málgjörningsins.30 Tilraunir til tölfræðilegrar
28 Um kvennatungumál, sjá Sarah B. Pomeroy, Goddesses, IVhores, Wives and Slaves:
Wamen in Classical Antiquity (New York: Schocken Books, 1976), bls. 24; Sally
McConnell-Ginet, „Linguistics and the Feminist Challenge“, í Wmten and Langu-
age, bls. 14; og Joan M. Lewis, Ecstatic Religion (1971), tilvitnun úr Shirley Ardener,
ritstj., Perceiving Wimten (New York: Halsted Press, 1978), bls. 50.
29 Clifford Geertz, The Interpretation of Cultures (New York: Basic Books, 1973), bls.
241-32.
J0 McConnell-Ginet, „Linguistics and the Feminist Challenge“, bls. 13, 16.
r43