Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 147
FE.MINISK GAGNRYNII AUÐNINNI
Sknf og sálarlíf kvenna
Femínískir gagnrýnendur sem aðhyllast sálgreiningarstefnu leita
skýringa mismunarins á skrifum karla og kvenna í sálarlífi höfundar og í
tengslunum milli kynferðis og sköpunar. Þessi nálgunarleið sameinar líf-
fræðilegar og málfræðilegar skýringar á kynjamun í kenningu um kven-
legt sálarlíf eða sjálf, mótað af líkamanum, málþroska og félagsmótun
kynhlutverka. Hér eru einnig ýmis vandamál sem þarf að yfirstíga; til
þess að gera aðferðafræði Freuds kvenhverfa þarf hún stöðugrar endur-
skoðtmar við. Sem dæmi um öfgamar sem freudísk smættahyggja gat
leiðst út í, hélt Theodor Reik fram þeirri kenningu að konur væra síður
þjakaðar af ritstíflum en karlar vegna þess að líkami þeirra væri hannað-
ur til að auðvelda losun: „Það að skrifa, eins Freud sagði okkur undir lok
ævi sinnar, er tengt þvaglosun, sem er líkamlega auðveldari fyrir konur
- þær era með víðari þvagblöðru11.32 Almennt séð hefur sálgreiningar-
stefna þó einbeitt sér minna að ummáli þvagblöðrunnar (ætli hérna sé
komið líffærið sem konur geta búið til texta með?) en að fallusarskortin-
um. Reðuröfund, geldingarótti og Odipusarstigið eru orðin að freudísk-
um viðmiðum sem notuð eru til að skilgreina samband kvenna við
tungumálið, ímyndunaraflið og menninguna. I franska sálgreiningar-
skólanum er geldingin nú um stundir orðin að heildarmyndhverfingu
fyrir lakari bókmenntalega og málvísindalega stöðu kvenna, fyrir áhrif
kenninga Lacans. Lacan heldur því fram að málmyndun og innvígsla í
táknkerfi málsins eigi sér stað á Odipusarstiginu, á sama tíma og barnið
sættir sig \áð kynferðisímynd sína. Cora Kaplan hefur útskýrt hvernig
yfirburðatáknstaða fallusins lærist á þessu stigi og valdi því að stúlkur
verða utanveltu:
Táknmynd fallusins gegnir lykilhlutverki í tungumálinu því að
ef við lítum svo á að tungumálið sé birtingarmynd feðraveldis
menningarinnar, vísa grundvallarmerkingar þess tdl hins end-
urtekna ferlis sem skapar kynjamun og sjálfsvitund. ... Litla
stúlkan getur aðeins nálgast hið táknræna, þ.e. tungumálið og
lögmál þess á neikvæðum grundvelli og/eða eftir að því hefur
32 TiK'itnun fengin ffá Erika Freeman, Insights: Conversations u'ith Theodor Reik (Eng-
lewood Cliffs, N.J.: Prentice-Hall, 1971), bls. 166. Reik heldur áffam, „En hvur
fjandinn, að skrifal Meginstarf kvenna er að feða böm inn í þennan heim.“
H5