Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 148
ELAIN'E SHO\\'\LTER
verið miðlað með öðru hugtaki, þ\u að hún getur aðeins nálg-
ast það á forsendum eigin skorts.33
í sálgreiningarhefðinni hefur „skortur“ (e. lack) verið óqúfanlega tengd-
ur kvenleika, þó að lac(k)anískir gagnrýnendur geti nú kynnt kenningar
sínar á málvísindalegum forsendum. Alargir femínistar telja sálgreiningu
geta orðið að öflugu tæki í bókmenntarýni og að undanfömu hefur
áhugi aftur vaknað á kenningum Freuds. Femínísk gagnrýni byggð á
ffeudískum eða ný-freudískum sálgreiningarkenningum þarf samt
stöðugt að kljást við hugmyndir um óhagstæða stöðu kvenna og skort. I
Óðu konunni á háaloftinu, taka Gilbert og Gubar tdl femínískrar endur-
skoðunar afstöðu Harolds Bloom til bókmermtasögunnar en hann sér
hana sem ödipísk átök milli feðra og sona og fallast síðan á þá kenningu
sálgreiningarinnar að listakonur séu uppflosnaðar, arflausar og útilokað-
ar. Að þeirra mati er hægt að útskýra ýmis einkenni á skrifum kvenna og
hvað geri þau „öðruvísi“ með því skoða hið erfiða samband þeirra við
kvenlega sjálfsmynd sína sem oft er þeim mikil raun; ktænrithöfundar
upplifa kynferði sitt sem „sára hindrun eða lamandi vanhæfni“. Nítjándu
aldar konur greyptu sína eigin sýki, brjálsemi, lystarstol, víðáttufælni og
lömun í þá texta sem þær skrifuðu; og þrátt fyrir að Gilbert og Gubar
fjalli sérstaklega um nítjándu öldina, er skírskotun þeirra og tilvísun svo
víð að hún gefur til kvmna almennari kenningu:
Þetta skýrir einmanaleika listakonunnar, að henni þykir hún
ekki eiga neina samleið með karlkyns forværum sínum, þörf
hennar fyrir að eiga systur sem hafa rutt brautina f\TÍr hana og
systur sem feta í fótspor hennar, sterka þörf hennar fiæir kven-
kyns lesendur og ótta hennar rið fjandskap karlk\Tis lesenda,
menningarlega skilyrta tregðu hennar til að draga athyglina að
sjálfri sér, óttann við listrænt forræði feðraveldisins, áhyggjur
hennar af því að skapandi starf hæfi ekki konum - allt stuðlar
þetta að þeirri minnimáttarkennd sem markar baráttu kvenna
til að skilgreina sjálfar sig í list sinni og veldur þvn að þær fara
aðrar leiðir í sjálfssköpun sinni en starfsbræður þeirra. '4
í „Aukinni áherslu“ („Emphasis Added“) nálgast Miller neikvæðnisvanda
33 Cora Kaplan, „Language and Gender," óbirt ritgerð, University of Sussex, 1977,
bls. 3.
34 Gilbert og Gubar, The Madu'onuin in the Attic, bls. 50.
146