Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 152
ELAINE SHOWALTER
arlegar hTÍrm\Tidir. Með menningargagnrýni er gengið að þ\'í vísu að
kvenrithöfundar séu ólíkir innbyrðis: Stétt, k\mþáttur, þjóðemi og saga
móta bókmenntir ekki síður en kynferði. Hugtakið kvennamenning er
samt notað um þá sameiginlegu reynslu sem gerir konur að sérstökum
menningarhópi innan heildarmenningar og tengir alla kvenrithöfunda í
tíma og rúmi. Það sem gerir þessa nálgun ólíka marxískum kenningum
um menningarlegt forræði er áherslan á þau sterku bönd sem tengja
menningu kvænna innbyrðis.
Tilgátum um kvennamenningu sem fram hafa komið á síðasta áratug
hefur einkum verið varpað ffarn af mannfræðingum, félagsfræðingum,
og félagssagnfræðingum í þeim tilgangi að losna frá karllegum kerfum,
stigveldum og gildum og nálgast þess í stað frumlæga menningarreynslu
kvenna sem skilgreind er af konum sjálfum. I kvennasagnfræði er hug-
m\Tidin um kvennamenningu enn umdeild, þó að allir séu sammála um
mikilvægi hennar sem fræðilegs hugtaks. Gerda Lerner útskýrir hvers
vegna mikilvægt er að skoða reynslu kvenna á eigin forsendum:
Orsök þess að konur hafa orðið útundan í mannkynssögunni
er ekki vegna einhvers samsæris karlkynsins í heild eða karl-
kyns sagnfræðinga, heldur vegna þess að við höfum aðeins
hugsað um söguna frá sjónarhóli karlmanna. Mð höfum horft
ffamhjá konum og störfum þeirra vegna þess að við höfum
ekki spurt sagnfræðilegra spurninga sem varða konur. Til þess
að bæta úr þessu og aflétta myrkrinu sem grúfir yfir sögu
kvenna, þurfum við nú að einbeita okkur um skeið að kven-
hverfum rannsóknum og gera ráð fýrir þeim möguleika að til
sé kvennamenning innan þeirrar heildarmenningar sem konur
og karlar deila. I sagnffæði þarf umfjöllun um kvenlega reynslu
í tímans rás, ásamt þróun kvenlegrar sjálfsvitundar að verða
órjúfanlegur hluti af sögu kvenna. Þetta er mest aðkallandi
verkefni kvennasögunnar. Grundvallarspurning hennar er
þessi: Hvernig liti tnannkynssagan út, væri hún væri séð með
augum kvenna og henni skipað í samræmi við gildismat
þeirra?39
39 Gerda Lemer, „The Challenge of Women’s History“, The Majority Finds Its Past:
Placing Wornen in History (New York: Oxford University Press, 1979); allar tilvísan-
ir í þessa bók, skammst. MFP, verða hér efrir hafðar með innan sviga í textanuin.
150