Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Síða 153
FEAUNISK GAGNRYNII AUÐNTNNI
Sagnfræðingar gera greinarmun á hlut\rerkum, störfum, smekk og hegð-
un sem talin voru æskileg og tilhlýðileg fyrir konur og þeim störfum,
hegðun og hlutverkum sem konur gegndu í raun og veru. Hugtakið
„svið kvenna“ frá seinni hluta átjándu aldar og nítjándu öld, sýnir hvaða
hugmyndir voru ráðandi um aðskilin hlutverk karla og kvenna á Viktor-
íutímanum og valdatíma Jacksons Bandaríkjaforseta. Hlutverk kynjanna
máttu ekki skarast og konum var skipað skör lægra en karlmönnum. Svið
kvenna var skilgreint og því var viðhaldið af karlmönnum, en konurnar
sjálfar tileinkuðu sér kynjaaðgreininguna, eins og dæmin um „reglu hins
sanna kvenleika“ í Bandaríkjunum og „hina kvenlegu fýrirmynd“ í Eng-
landi sýna. Kvennamenning endurskilgreinir aftur á móti „störf og
markmið kvenna ífá kven-hverfu sjónarhorni. ... Hugtakið felur í sér
jafnréttiskröfu og meðvitund um systralag, það sem konur eiga sameig-
inlegt“. Kvennamenning vísar þá til „þeirra fjölmörgu sameiginlegu
gilda, stofnana, tengsla og samskiptamáta“ sem sameinuðu reynslu
kvenna á nítjándu öld, og hún getur talist menning þrátt fyrir marktæk-
an mun stétta og þjóðernishópa (MFP, bls. 52, 54).
Sumir femínískir sagnfræðingar hafa meðtekið hugmyndina um að-
skilin svið kynjanna og líta svo á að færslan frá sviði kvenna, til kvenna-
menningar, til kvenréttindabaráttu, séu liðir í pólitískri þróun. Aðrir
þykjast koma auga á flóknara samningaferli sem fari stöðugt fram milli
kvennamenningarinnar og menningarinnar í heild. Eins og Lerner
kemst að orði:
Mikilvægt er að átta sig á því að „kvennamenning“ er ekki og
ætti ekki að vera álitin jaðarmenning. Það er varla mögulegt
fyrir meirihluta mannkyns að tilheyra jaðarmenningu. ...
Konur eiga sér félagslega tilveru innan hinnar almennu menn-
ingar og þegar þvingun feðraveldisins eða kynjaaðskilnaður
hefur neytt þær til að vera út af fyrir sig (sem alltaf er gert til
að setja þær skör lægra), finna þær tilgang í höftunum (með því
að draga ffam mikilvægi kvennastarfa og telja þau jafnvel
annarri starfsemi ,,æðri“) og endurskilgreina þannig frelsis-
skerðingu sína. Konur eiga sér þannig tvöfalda tilveru - sem
fulltrúar menningarinnar í heild sinni og sem þátttakendur í
kvennamenningunni [MFP, bls. 52].
Sumir menningarmannfræðingar hallast á sveif með Lerner. Tveir