Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 155
FEMINISK GAGNRYNIIAUÐNINNI
Við skulum nú Kta á skýringarmynd Ardeners af sambandi hins ráð-
andi og hins þaggaða hóps:
Hópar Ardeners eru hringir sem skarast og eru því frábrugðnir vikt-
oríönsku hugmyndinni um aðskilin svið kynjanna sem bæti hvort annað
upp. Stór hlutd hins þaggaða hrings Y liggur innan landamæra ráðandi
hringsins X; einnig er hálfmáni í Y sem er utan ráðandi hóps og er því
(skv. skilgreiningu Ardeners) „villtur“. Mð getum hugsað um „villta
svæðið“ út frá rými, reynslu eða frumspeki. Sem rými er það í bókstaf-
legum skilningi einskis manns land, staður sem er forboðinn karlmönn-
um og samsvarar þeim hluta X sem er forboðinn konum. Frá sjónarmiði
reynslu vísar það til þess hluta kvenlegs lífsstíls sem liggur fyrir utan og
er frábrugðinn lífsstíl karlmanna og aftur er til samsvarandi svæði karl-
legrar reynslu sem er framandi konum. Ef við skoðum hins vegar hið
\állta svæði frá sjónarhóli frumspeki eða vitundar, er ekki til neitt sam-
s\'arandi karllegt s\'æði vegna þess að öll karlleg vitund er innan hins ráð-
andi kerfis og því samsett úr tungumálinu og aðgengileg í því. I þeim
skilningi er hið „villta“ alltaf ímyndað; frá sjónarhóli karlmannsins get-
ur það einfaldlega verið birtángarmynd dulvitundarinnar. Samkvæmt
menningarmannfræði Hta konur hvernig hinn karllegi hálfmáni er, jafn-
vel þótt þær hafi elcki séð hann, því hann kemur fyrir í goðsögnum (eins
og auðnin). Karlmenn vita samt ekki hvað býr á villta svæðinu.
Fyrir sumum femínískum gagnrýnendum hlýtur „villta svæðið“, eða
„kvenlega rýmið“ að vera vettvangur allrar sannrar k\renhverfrar
gagnrýiti, fræðimennsku og listsköpunar. Hún miðar þá að því að raun-
gera táknlegan þunga kvenlegrar vitundar, að gera hið ósýnilega sýnilegt,
að ljá hinu þögla mál. Fransk-femínískir gagnrýnendur myndu gjarnan
vilja gera villta svæðið að fræðilegri undirstöðu kenninga um kvenlegan
mismun. I textum þeirra verður villta svæðið að stað þar sem byltingar-
kennt kvenlegt tungumál verður til, tungumál alls þess sem áður hefur
M3