Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 156
ELAIXE SHOW'ALTER
verið bælt og þar sem konur byltingarinnar skrifa með „hvítu bleki“. Hér
er hið myrka meginland þar sem hlæjandi Aledúsa Cixous og kvensher-
uliðar Wittig dvelja. Með þ\a að halda viljugar inn á villta svæðið, geta
konur skrifað sig út úr hinum „þröngu vistarverum feðraveldisins“.4:
Lýsingar á þeim leiðangri eru nú vel þekktar úr femímskum leitarbók-
menntum og ritgerðum sem skrifaðar hafa verið um þær. Höfundur/að-
alkvenhetjan ferðast, oft undir leiðsögn annarrar konu til „móðurlands“
ffelsaðra langana og kvenlegs trúverðugleika; að stíga í gegnum spegilimi
eins og Lísa í Undralandi verður oft að tákni tyrir þetta ferðalag.
Ymis afbrigði róttæks bandarísks femínisma byggja á þeirri róman-
tísku hugm^md að konur séu í nánari tengslum \'ið náttúruna, mnhverfið
og lögmál kvenveldis, í senn líffræðileg og vistfræðileg. Kven-/vistfrœði
(Gyn/Ecology) eftir Alary Daly og skáldsagan Upp áyfirborðið (Surfacing)
eftir Margaret Atwood skapa þessa femímsku goðsögn. Evrópskir og
bandarískir kvenrithöfundar hafa oft skapað amasónskar útópíur, borgir
eða lönd sem liggja á óbyggða svæðinu eða útmörkmn þess. Hin blíða
Cranford eftir Elizabeth Gaskell er sennilega amasónsk útópía; sama má
segja um Hennarland (Herland) Charlotte Perkins Gilman, eða, svo að
nýrra dæmi sé tekið, Letiland (Whileaway) eftir Joanne Russ. Fyrir
nokkrum árum reyndi femímska bókaútgáfan Daughters, Inc. að búa til
viðskiptalíkan samk\fæmt hinni amasónsku útópíu eða eins og Lois
Gould lýsti því í New York Times Magazine (2. janúar 1977), „Þær álíta
sig vera að semja vinnuáætlun f\TÍr hið nýja gagnrýna skeið innan fem-
ínismans. Algert sjálfstæði undan yfirráðum og áhrifum allra
„karlstýrðra“ stofnana - fjölmiðlanna, heilbrigðis-, mennta-, og dóms-
kerfanna, lista-, leikhús- og bókmenntaheimsins, bankanna“.
Þessir draumar um friðsælt griðland eru f\TÍrbæri í kvennabók-
menntasögu sem femímsldr gagnrýnendur þurfa að kannast við. Við
verðum þó einnig að átta okkur á þ\r að engin skrif eða gagnrýni geta
þrifist algerlega utan hins ráðandi kerfis; engin útgáfa er óháð fjárhags-
legum og pólitískum þrýstingi hins karlstýrða samfélags. Hugm\mdin
um að textar k\ænna spretti á \rllm svæði er gáskafullur orðaleikur; í
þeim veruleika sem \rð þurfum að fást við sem gagnrýnendur, eru skrif
kvenna „tvírödduð orðræða“ sem hefur að geyma félagslegan, bók-
menntalegan og menningarlegan arf bæði hins þaggaða og hins ráð-
42 Mary McCarty, „Possessing Female Space: „The Tender Shoot,““ IVomen's Studies
8(1981), bls. 368.
r54