Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 157
FEMINISK GAGNRYNl I AUÐNINNl
andi.43 Og þar sem flestir femínískir gagnrýnendur eru líka konur sem
stunda skrif, deilum váð þessum vandmeðfarna arfi; sérhvert skref sem
færir femíníska gagnrýni lengra í átt að skilgreiningu á skrifum kvenna
er líka skref í átt til sjálfsskilnings; sérhver umfjöllun um kvenlega bók-
menntamenningu og kvenlega bókmenntahefð varðar jafnffamt okkar
eigin stöðu innan sögu og hefðar gagnrýninnar.
Konur sem skrifa eiga sér þar af leiðandi ekki stað innan eða ntan
hinnar karllegu hefðar; þær standa innan tveggja hefða samtímis, þær
eru „undiralda“ í meginstraumi menningarinnar, svo notuð sé myndlík-
ing Ellen Moers. Svo við blöndum aftur saman myndlíkingum, segir
Myra Jehlen að bókmenntaleg landareign kvenna „feli í sér ... liprara
myndmál sem lýsir samspili ólíkra þátta sem stefnt er saman, og frekar
megi Kta á hana sem landamörkin sem girða svæðið af en sem svæðið
sjálft. Vissulega væri hægt að sjá hið kvenlega umráðasvæði fyrir sér sem
ein löng landamæri og sjálfstæði kvenna ekki sem sérstakt land heldur
sem aðgang að strönd úthafsins“. Jehlen gefur frekari skýringu þegar
hún segir ákafa femímska gagnrýni þurfa að fara fram á þessum landa-
mærum, og hún verði að skoða skrif kvenna í síbreytilegu sögulegu og
menningarlegu samhengi við aðra texta sem ekki séu einfaldlega nefndir
„bókmenntir“ heldur „skrif karlmanna11.44
Mismuninn sem felst í skrifum kvænna er þvi aðeins hægt að skilja í
flóknu, sögulega grundvölluðu menningarsamhengi. Það er mikilvægt
atriði í menningarlegu módeli Ardeners að konur eru ekki eini þaggaði
hópurinn. Ráðandi kerfi geta af sér mörg þögguð kerfi. Svört, bandarísk
skáldkona væri til dæmis mótuð af ráðandi (hvítri, karlkyns) hefð, af
þaggaðri kvennamenningu og þaggaðri menningu svartra. Hún yrði fyr-
ir samtvinnuðum áhrifum kymja- og kyTiþáttapólitíkur sem gerði stöðu
hennar sérstaka. Jafhffamt er reynsla hennar hluti sameiginlegrar
reynslu sem markar þann hóp sem hún tilheyrir, eins og Barbara Smith
bendir á: „Svartir kvenrithöfundar mynda þekkjanlega bókmenntahefð
... í viðfangsefnum, stíl, fagurfræði og hugmyndum. Svartir kvenrithöf-
undar skapa bókmenntir á svipuðum forsendum og þær eru bein afleið-
45 Susan Lanser og Evelyn Torton Beck, „[Why] Are There No Great Women Crit-
ics? And What Difference Does It Make?“ í The Prism of Sex: Essays in the Sociology
of Knonrledge, ritstj. Beck og Julia A. Sherman (Madison: University of Wisconsin
Press, 1979), bls. 86.
44 Myra Jehlen, „Archimedes and the Paradox of Feminist Criticism“, Signs 6 (haust
1981), bls. 582.
H5