Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 161
FEMÍNÍSK GAGNRÝNI í AUÐNINNI
fyrir áhrifum kynferðis og kvenlegrar bókmenntahefðar í þeim þöl-
mörgu setlögum textans sem ljá merkingunni þunga sinn. Við hljótum
að fallast á að engin lýsing geti nokkurn tíma verið nógu „þétt“ til að ná
yhr alla þá þætti sem hafa áhrif á sköpun listaverks. Full lýsing allra þess-
ara þátta ætti samt að vera takmark okkar, þótt fjarlægt sé.
Með því halda fram mikilvægi menningarlegs sjónarhorns á ritun
kvenna fyrir femíníska gagnrýni í heild, æda ég ekki að setja menning-
armannfræði í sæti sálgreiningarkenninga og leysa með því öll okkar
fræðilegu vandamál. Markmið mitt er heldur ekki að hefja Ardener og
Geertz í öndvegi sem hina nýju hvítu feður, arftaka Freuds, Lacans og
Blooms. Engin kenning, sama hversu margar túlkanir hún býður upp á
getur komið í stað meginviðfangsefhisins, að öðlast nákvæma og yfir-
gripsmikla þekkingu á textum kvenna. Menningarmannfræði og félags-
saga geta ef til vill lagt okkur til orðaforða og gefið okkur mynd af menn-
ingarlegum aðstæðum kvenna. Femínískir gagnrýnendur þurfa þó gæta
þess að hugmyndirnar samræmist því sem konur raunverulega skrifa,
ekki einhverri fræðilegri, pólitískri, myndhverfri eða draumórakenndri
hu^sjón um hvernig konur ættu að skrifa.
I upphafi rifjaði ég upp hvernig femínískir gagnrýnendur töldu fyrir
nokkrum árum að við værum í pílagrímsferð til fyrirheitna landsins þar
sem kyn myndi glata mikilvægi sínu, þar sem allir textar yrðu kynlausir
og jafnir, líkt og englar. En því betur sem við skiljum að sú sérstaða sem
skrif kvenna hafa er ekki einhver tímabundin aukaverkun karlrembu-
samfélagsins heldur undirstaða sem heldur áffam að skilgreina veruleika
okkar, því betur verður okkur ljóst að við höfum misskilið hver áfanga-
staður okkar er. Við munum kannski aldrei komast til fyrirheitna lands-
ins eftir allt saman; vegna þess að um leið og skrif kvenna verða megin-
viðfangsefni okkar, sjáum við að landið sem okkur var lofað er ekki lygn
einsleimi altækra texta, heldur hrjóstrugar og heillandi auðnir mismun-
arins sjálfs.
Vera Júlíusdóttir þýddi
159