Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 166
JUDITH BUTLER
kyngemi - kvTigervi sé alltaf áunnið. A hinn bóginn var Beauvoir fús til
að staðfesta að mannveran tilheyrði ákveðnu kvni váð fæðingu, sem kvn
og að vera af ákveðnu kyni og mannleg vera taki yfir hið sama og eigi við
samtímis; kyn er greinandi einkenni mannverunnar; það er ekki til nein
ókynjuð mannvera; kynið fullgildir mannveruna sem nauðsymlegt ein-
kenni hennar. En kyn er ekki orsök kyngervis og kyngená og verður ekki
skilið sem svo að það varpi ljósi á eða sé tjáning kyns; í raun og veru er
kynið óbreytanleg staðreynd í augum Beauvoir en kymgervi áunnið. Og
þar sem kyninu er ekki hægt að breyta - því það hélt hún - er kyngerv-
ið margbreytileg menningarbygging kynsins, ógrynni opinna möguleika
menningarlegra merkinga sem stafa af kynjuðum líkama.
Kenning Simone de Beauvoir fól í sér róttækar afleiðingar sem hún
sjálf hafði ekki hugleitt. Ef kyn og kyngervi eru gagnólíkar stærðir þá
fylgir það ekki því að vera gæddur kyni að öðlast kyngervi í samræmi við
það; með öðrum orðum þarf „kona“ ekki að vera menningarleg gerð
kvenlíkamans og „karlmaður" þarf ekki að túlka karlmannslíkama. Þessi
róttæka framsetning á aðgreiningu kyns og kyngervis gefur í sk\n að kyni
gæddir líkamar geti gefið tilefni til margra mismunandi kyngerva og enn-
fremur að kyngervi þurfi í sjálfu sér ekki að vera bundið við þessi tvö
venjulegu. Ef kynið takmarkar ekki kyngervið þá eru kannski til mörg
kyngervi, ólíkar leiðir til að túlka kyni gæddan líkama menningarlega,
leiðir sem eru alls ekki takmarkaðar við hina auðsæju tvískiptingu kynj-
anna. Lítum á frekari afleiðingar þess að kyngervi sé eitthvað sem mann-
eskjan verður - en getur aldrei verið. Þá er kyngervið sjálft einhverskon-
ar verðandi eða virkni og ætti því ekki að vera nafnorð yfir áþreifanlegan
hlut eða staðnað menningareinkenni heldur fremur vísa til þrodausrar og
endurtekinnar virkni af einhverju tagi. Ef kyngervi er ekki bundið kyni,
hvort heldur er af orsakasamhengi eða í tjáningu, er kymgervi nokkurs
konar aðgerð sem getur hugsanlega teygt sig út ydtr tvenndarmörkin sem
komið er á með hinni augljósu tvískiptingu kynsins. \ issulega yrði kyn-
gervi þá að einhvers konar menningarlegri/líkamlegri virkni sem út-
heimtir nýjan orðaforða, getur af sér og breiðir út lýsingarorð af ýmsu
tagi, yfirgripsmildar flokkanir sem þó eru ekki endanlegar og standa gegn
bæði tvískiptuin og hlutgerandi málfræðilegum hömlum um kyngeni.
En hvernig ætti slíkt verkefni að verða menningarlega hugsanlegt og
komast hjá örlögum ómögulegra og árangurslausra staðleysuverkefna?
,dVIaður fæðist ekki kona.“ Monique Wittig endurtók þennan frasa í
164