Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 168
JUDITH BUTLER
kynið“ ekki til neins annars kyns eins og „karlkyns“; „kvenkynið“ tekur
aðeins til sjálfs sín, flækt í kynferði, króað inni í því sem Beauvoir kall-
aði hringferli íveru. Af því að „kyn“ er pólitísk og menningarleg túlkun
á líkamanum er ekki að finna neina kynja/kyngenás aðgreiningu á hefð-
bundnum nótum; kyngervi er byggt inn í kyn og kynið reynist hafa ver-
ið kyngervi ffá upphafi. Wittig færir þau rök að innan þessara skyldu-
bundnu félagslegu samskipta séu konur veruffæðilega kaffærðar í kyn;
þær eru kyn sitt og - öfugt - kynið er óhjákvæmilega kvenkyn.
Wittig telur „kyn“ verða til í orðræðunni og því sé dreift með merkja-
kerfi sem felur í sér kúgun á konum, hommum og lesbíum. Hún neitar
að taka þátt í þessu merkjakerfi hvort sem um væri að ræða umbætur eða
niðurrif innan kerfisins; með því að skírskota til hluta þess er verið að
skírskota til þess í heild og staðfesta það. Af þessu leiðir hið pólitíska
verkefni sem hún setur ffam. Hún vill kollvarpa allri orðræðunni um
kyn, í raun og veru að kollvarpa því málfari sem hefur gert „kyngervi“ -
eða „tilbúið kyn“ o.s.ffv. - að ómissandi tákni fyrir mannverur og hluti
(sérstaklega áberandi í ffönsku).41 kenningum sínum og skáldskap krefst
hún róttækrar endurskipulagningar á lýsingu líkama og kynferðis án þess
að styðjast við kyn og eðlilega án þess að styðjast við þá fornafhaaðgrein-
ingu sem stýrir og dreifir réttinum til að tala innan þess móts sem mark-
ar kyngervi.
Skilningur Wittig er sá að orðræðuflokkanir á borð við „kyn“ séu
formlegar og innleiddar í félagskerfið og búi þar til viðbótarkerfi eða
endurgerðan „raunveruleika“. Þó að einstaklingar virðist skynja kyn
„beint“, þar sem það er sem hlutlægt reynsluviðmið (e. daturrí) færir
Wittig rök fyrir því að slíkt viðfang hafi verið mótað svo með ofbeldi, en
að saga og gangverk þeirrar ofbeldismótunar sjáist ekki lengur í viðfang-
inu.5 Þar af leiðandi er „kyn“ raunveruleikaafleiðing ofbeldisferlis sem
4 Wittig bendir á að „enska er í samanburði við frönsku næstum kynlaus, en franska
er hins vegar talin mjög kynlegt [e. gendered\ tungumál. Rétt er að í ensku hefur líf-
laust efni, hlutir eða ómennskar verur ekkert kyn. En þegar um flokkanir persónu
er að ræða beita tungumálin kynjum í sama mæli („The Mark of Gender“ Fewinist
lssues, 5. árg., 2, 1985a, bls. 3).
5 Þó að Wittig færi ekki sjálf rök fyrir þessu atriði, kynni kenning hennar að skýra það
ofbeldi sem kynjaðar manneskjur verða fyrir - konur, lesbíur, hommar svo fáeinir
séu nefndir - að þeirri flokkun sé fylgt eftir ineð ofbeldi sem gerð er með ofbeldi.
Með öðrum orðum má segja að kynferðisglæpir á þessum líkömum smætti þá niður
í „kyn“ sitt eitt og staðfesti þannig og fylgi eftir smættun flokkunarinnar sjálfrar. En
orðræðan er ekki bundin við ritað og talað mál, hún er einnig félagsleg athöfn, jafh-