Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 169
MONIQUE \MTTIG: UPPLAUSN LDÍAMANS OG UPPSPUNNIÐ KYN
afleiðingamar síðan dvlja. Allt sem sést er „k\Tiið“ og „kynið“ sjálft er þá
talið vera heild þess sem er, án orsakar en aðeins vegna þess að orsökin
sést hvergi. \Mttig gerir sér grein fyrir þW að afstaða hennar stríðir gegn
venjulegu innsæi en pólitísk þróun innsæis er einmitt það sem hún ætl-
ar sér að varpa ljósi á, afhjúpa og rísa gegn:
Kyn er tekið sem „bein staðreynd“, „greinileg staðreynd“,
„líkamleg lögun“ sem tilheyrir náttúraskipan. En það sem við
teljum vera líkamlega og beina skynjun er aðeins háþróuð og
goðsagnakennd samseming, „ímynduð gerð“ sem endurtúlkar
líkamleg einkenni (þau eru í sjálfu sér hlutlaus eins og önnur
en mómð af félagskerfinu) með hjálp þess tengslanets sem
skapaði sjálfa skynjunina.6
„Líkamseinkenni“ virðast í vissum skilningi vera þarna á fjærri enda
tungumálsins, ósnert af félagskerfinu. Það er samt sem áður óvíst að
hægt sé að nefna þessi einkenni án þess að beita smættaraðgerð kynj-
aflokkunarinnar. Þessi fjölmörgu einkenni fá félagslega merkingu og
samtengingu með þeirri áherslu sem ræðst af flokkun kynja. Með öðrum
orðum þvingar „k)Ti“ fram gervieiningu úr einkennum sem að öðru leyti
eru ósamfelld. „Kyn“ er bæði orðrœðubundið og skynrænt, og sem slíkt
gefur það til kvmna þekkingarfræðilega stjórn háða sögulegri óvissu,
mngumál sem býr tdl skynjun með því að þvinga fram þau gagnkvæmu
tengsl sem móta skynjun á efnislegum líkömum.
Er til „efnislegur“ líkami á undan hinum sk\Tirænt skynjaða líkama?
Það er ómögulegt að skera úr um það. Samansöfnuð einkenni kynj-
aflokkunarinnar eru ekki bara vafasöm heldur jafnframt aðgreiningin á
„einkennunum sjálfum“. Að getnaðarlimur, leggöng, brjóst og svo fram-
vegis eru nafhgreindir hlutar kvnfæra takmarkar bæði hinn kynferðislega
líkama við þessa hluta og sundrar líkamsheildinni. I raun og veru er sú
„eining“ sem þröngvað er upp á líkamann með flokkun í kyn „sundr-
ung“, sundurlimum, niðurhólfun og smættun á kynörvun. Þvd er ekki að
undra að Wittig sýni í texta sínum í Lesbíulíkamanum hvemig k\mj-
aflokkun er kollvarpað með því að eyðileggja og hluta sundur kynHk-
amann. Rétt eins og „kyn“ skiptir líkamanum í parta, ráðast lesbíur á þau
vel ofbeldisfull félagsleg athöfa og því ættum við líka að skilja nauðgun, kt nferðis-
legt ofbeldi og ofbeldi gegn samktTihneigðum sem kynflokkun í verki.
6 Monique Wittig 1981, bls. 48.
167