Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 171
MONIQUE WITTIG: UPPLAUSN LÍKAMANS OG UPPSPUNNIÐ KYN
gera það sem Wittíg kallar nauðungarsamning. Af leiðir að flokkunin
„k\Ti“ er naíhgift sem hneppir í fjötra. Tungumálið „hletpir raunveruleik-
atrissum á hinn félagslega líkama“ og þær trissur er ekki svo auðvælt að
losna við. Hún heldur áfram: „þær greypa og móta hann með ofsafengn-
um hætti“.8 Wittig heldur því ffam að „gagnkynhneigði hugurinn“ [e. the
straight ?nind\ sem birtist ljóslega í orðræðu mannvísindanna „bæH okkur
öll, lesbíur, konur og homma“ vegna þess að hann „gefur sér að gagnkyn-
hneigð sé undirstaða allra samfélaga.“9 Orðræða verður kúgunartæki þeg-
ar hún útheimtir að hin talandi sjálfsvera, vilji hún taka til máls, gangist inn
á sjálfa skilmála kúgunarinnar - það er að segja gangi út frá því sem gefnu
að hún sjálf, hin talandi sjálfsvera, sé ómöguleg eða óskiljanleg. Hún held-
ur því fram að hin meinta gagnkynhneigð gefi orðræðunni inntak hótvm-
ar: „þú-verður-gagnkynhneigð-eða-verður-ekki með.“10 Konur, lesbíur og
hommar geta ekki gert ráð fyrir að verða talandi sjálfsverur innan málkerf-
is sk\ddugagnk\Tihneigðar. Það að ræða málin innan kerfisins jafngildir því
að vera vamað máls; þar af leiðandi er öll umræða í þessu samhengi mót-
sögn í framkvæmd, málfarsleg \iðurkenning á sjálfi sem ekki getur „verið
til“ í því tungumáli sem fullyrðir það.
\ aldið sem Wittig tengir þessu tungumáls „kerfi“ er gífurlegt. Hún
færir rök fyrir þ\d að hugtök, flokkanir og óhlutbundnar hugmyndir geti
leitt til líkamlegs og efnislegs ofbeldis gegn þeim líkömum sem þeir
heimta að skipuleggja og túlka: „Það er ekkert óhlutbundið við það efn-
islega og raunverulega vald sem vísindi og kenningar hafa yfir líkömum
okkar og hugum, jafnvel þó að orðræðan sem stuðlar að því sé óhlutstæð.
Sjálf tjáning yfirráðanna er eitt form þeirra eins og Marx sagði. Eg
mundi ffekar segja ein af æfingum þeirra. Allir kúgaðir þekkja þetta vald
og hafa þurft að glíma við það“.n Vald tungumálsins yfir líkömum er í
senn orsök kynferðislegrar kúgunar og leiðin út úr kúguninni. Tungu-
málið er hvorki dulmagnað né ósveigjanlegt: „Raunveruleikinn lagar sig
að tungumálinu; tungumálið lagar raunveruleikann að sér“.12 Tungu-
málið tekur sér vald og breytir þ\d til að \ánna á raunveruleikanum með
\Tðingarathöfnum (e. loaitionary acts) sem í endurtekningu verða grónir
hættir og á endanum stofnanir. Sú ósamhverfa bygging tungumálsins að
8 Monique Wittig 1985a, bls. 4.
9 Monique Wittig 1980, „The Straight Mind“ Feminist Issues 1. árg., 1, 1980, bls. 105.
10 Sama rit bls. 107.
11 Sama rit bls. 106.
12 Monique Wittig 1985, bls. 4.
169