Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 172
JUDITH BUTLER
samsama þá sjálfsveru karlkyninu sem talar fyrir hið altæka en lýsa kven-
kyns ræðumanni sem „sérstökum“ og „áhugasömum“ er alls ekki bund-
in einstökum tungumálum eða tungumáli í sjálfu sér. Það er ekki hægt
að skilja þessa ósamhverfu stöðu sem svo að hana leiði af „eðli“ karla eða
kvenna því eins og Beauvoir sýndi ffam á er ekkert slíkt „eðli“ tál: „Það
er nauðsynlegt að skilja að karlar eru ekki fæddir með hæfileika til hins
altæka og að konur eru ekki smættaðar við fæðingu til hins einstaka.
Karlar hafa alltaf eignað sér hið altæka og gera það nú sem fyrr. Það ger-
ist ekki sjálfkrafa heldur er þörf á framkvæmd. Þetta er athöfn, glæpsam-
leg athöfn, sem ein stétt fremur gegn annarri. Þetta er ahöfn sem ræðst
af hugtökum, heimspeki, pólitík“.13
Þótt Irigaray haldi þeirri skoðun frarn að „sjálfsveran sé ævinlega
karlkyns,“ andmælir Wittig því að „sjálfsveran“ sé alfarið karlmannlegt
yfirráðasvæði. Að hennar áhti er það einmitt sveigjanleiki tungumálsins
sem veitir mótspyrnu gegn því að negla niður stöðu sjálfsverunnar sem
karllega. I raun og veru er afstaðan til hinnar algildu talandi sjálfsveru að
áliti Wittig það pólitíska markmið „kvenna“ sem mvm, ef það næst, leysa
flokkunina „konur“ upp í eitt skipti fyrir öll. Kona getur ekki notað
fyrstu persónuna „ég“ vegna þess að sem kona er ræðumaður „sérstakur“
(afstæður, áhugasamur, háður sjónarhorni) og með því að kalla „ég“ til
sögunnar er gert ráð fýrir hæfni til að tala fýrir hönd annarra og þá
einnig sem hin altæka mannvera: „afstæð sjálfsvera er óhugsandi, afstæð
sjálfsvera gæti alls ekki talað“.14 Ef við reiðum okkur á þá ályktun að allt
tal geri ráð fýrir og krefjist heilleika tungumálsins, lýsir Wittig hinni tal-
andi sjálfsveru svo að með því að segja „ég“ „taki hún málið sem heild
aftur í notkun á eigin spýtur og ætli sér vald til að beita því eins og það
leggur sig“. Þessi algjöra undirstaða þess að segja „ég“ í umfjöllun Wdtt-
ig gerir ráð fýrir guðlegum víddum. Þau forréttindi að segja „ég“ koma
á fullvalda sjálfí, miðstöð algjörra allsnægta og valda; það að tala er
„æðsta stig huglægninnar“. Þessi tilurð huglægni kollvarpar kyninu í
raun og þar með kvenleikanum: „engin kona gemr sagt e'g án þess að
verða frá eigin sjónarhorni séð hin algjöra sjálfsvera - það er að segja, án
kyngervis, algild, heil“.15
Wittig heldur áfram með sláandi hugleiðingar um eðli mngumálsins
13 Sama rit bls. 5.
14 Sama rit bls. 6.
15 Sami staður.