Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 173
MONIQUE WITTIG: UPPLAUSN LKAMANS OG UPPSPUNNIÐ KYN
og „veru“ sem staðsetur sína eigin pólitísku stefnuskrá í hefðbundinni
orðræðu um veruguðfræði [e. ontotheology\. Að hennar áliti gefur bein
verufræði tungumálsins öllum persónum sama tækifæri til huglægni.
Konur standa ffammi fvTÍr þ\ í hagnýta verkefni að reyna að renna stoð-
um undir huglægni með því að tala. Slíkt er þó komið undir sameigin-
legri hæfni þeirra til að losa sig undan þeirri hlutgen ingu kvns sem hef-
ur verið troðið upp á þær, afskræmir þær og gerir að ófullkomnum eða
afstæðum verum. Þar sem þessi úrlausn kemur í kjölfar þess að þær reyna
að ákalla „ég-ið“ án nokkura hafta, er það svo að konur tala sig út úr kyn-
gervi sínu. Það má skilja hina félagslegu hlutgervingu kyns þannig að
hún feli eða afskræmi þann verufræðilega ratmveruleika sem þegar er
gefinn, en sá raunveruleiki, sem kæmi á undan kynjastimplinum, feli í sér
jafna möguleika handa öllum til að nota tungumálið sem staðhæfingu
um huglægni. Aleð því að tala gerir „ég“ ráð fyrir heildstæði tungumáls-
ins og talar þ\i mögulega út ffá öllum sjónarhornum - það er á algildan
hátt. „Kvngervi ... hefur áhrif á þessa verufræðilegu staðreynd og gerir
hana að engu“, skrifar hún og gefur sér þá grundvallarreglu að jafnt að-
gengi sé að hinu algilda svo hún geti haldið fram þessari „verufræðilegu
staðreynd11.16 En reglan um jafnt aðgengi á þó rætur að rekja til þess að
gert er ráð fyrir einingu talandi vera í \ eru sem kemur á undan kymver-
unni. Hún heldur því fram að kyngervf „reyni að kljúfa Veruna“ en
„Vera sem vera verður ekki klofin".1 Full\Tðing „ég“ er sjálfri sér sam-
kvæm ef ekki er aðeins gert ráð fyrir heild tungumálsins heldur einnig
einingu verunnar.
Hvergi sést greinilegar hvemig Wittig tekur sér stöðu í hinni hefð-
bundnu orðræðu um heimspekilega leit að nærveru, að Veru, djúptæk-
um og ótrufluðum allsnægtum. Til aðgreiningar frá afstöðu Derrida þar
sem litið er svo á að merkingin byggist á verklegum skilafresti (ff. differ-
ance), heldur Wittig þvf fram að tal útheimti og stuðli að því að allt sé
eins. Þessi bjarghyggjuskáldskapur (e. foundationalist fiction) opnar henni
leið til að gagnrýma ríkjandi þjóðfélagsstofnanir. Hinni gagnrýnu spum-
ingu er þó ósvarað hvaða tilviljunarkenndu félagstengslum ályktunin um
vem, forræði og algild viðföng þjónar? Hvers vegna skyldi maður halda
að það sé einhvers vfrði að gera valdstjómarvfðhorf tfl sjálfsverunnar að
sínu? Hværs vegna ekki að leitast við að afmiðja sjálfsveruna og þá þekk-
16 Sami staður.
17 Sami staður.