Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Síða 176
JUDITH BUTLER
vél er í hverju tilfelli beint að stigskiptri valdaröð k\TigenTanna, sundrun
hins algilda og sértæka er framkvæmd í nafni endurheimtar á h’rri og
eðlislægri sameiningu þessara heita. Að algilda sjónarhorn kvænna er á
sama tíma að eyðileggja konur sem flokkaheiti og koma á laggirnar
möguleikanum á nýju mannkyni. Eyðilegging er þannig alltaf endur-
bygging - það er að segja, eyðilegging á samstæðu flokkana sem innleiða
gerviskiptingu í veruffæði sem að öðru leyti er samstæð.
Bókmenntaverk njóta þó forgangsréttar að þessu upprunalega sviði
verufræðilegra allsnægta. Klofningurinn milli forms og innihalds svarar
til hinnar tilbúnu heimspekilegu greiningar á milli óhlutbundinnar, al-
gildrar hugsunar og hlutbundins, efnislegs raunveruleika. Alveg eins og
Wittig leitar til Bakhtins í kenninguna um hugtök sem efnislegan raun-
veruleika sækir hún almennt í bókmenntamálið til að endurheimta ein-
ingu tungumálsins með samruna forms og innihalds: „í bókmenntum ...
koma orðin heil til okkar aftur“;24 „tungumálið er paradís búin til úr
sýnilegum, heyranlegum, áþreifanlegum, bragðgóðum orðum".25 Um-
fram allt gefa bókmenntaverk Wittig tækifæri til að gera tilraunir með
fornöfn sem í kerfi nauðungarmerkingar samþætta hið karlmannlega
hinu altæka og sérmerkja hið kvenlega undantekningarlaust. I Kvenskœr-
uliðunum26 leitast hún við að þurrka út öll hann-þeir (il-ils) sambönd og
í raun „hann“ (il) og setja elles sem fulltrúa hins almenna, algilda. „Mark-
mið þessarar nálgunar er ekki að kvengera heiminn heldur að gera kynj-
aflokkunina úrelta í málinu,“ skrifar hún.2'
tion“, Three Decades of the French New Novel. Ritstj. Lois Oppenheimer. Internation-
al University Press, New York.
24 Monique Wittig 1984, bls. 48.
25 Monique Wittig 1985b, bls. 135.1 þessari ritgerð gerir Wittig greinarmun á „fyrsta“
og „öðrurn" samningi innan samfélagsins: „Fyrst kemur róttæk gagnkvæmni hinna
talandi sjálfsvera sem skiptast á orðum er „tryggja“ öllum málhneigðina fý'llilega og
alveg út af fyrir sig“ (bls. 135). Annar samningurinn snýst unt það hvernig með
orðum megi ná yfirráðum yfir öðrum, meira að segja svipta aðra rétti og félagslegri
gem til máls. Einstaklingseðlið er þurrkað út í þessari úrkynjuðu mynd gagnkvæmn-
innar, eða því heldur Wittig ffam, því að tungumálið sem fjallar um það útilokar að
sá sem á hlýðir geti einnig verið mælandi. Og með þessurn orðurn lýkur Wittig
greininni: „Paradís samfélagssamningsins er ekki til annarsstaðar en í bókmenntun-
um þar sem hægt er að verjast hverri tilraun til að smætta „ég“ með samnefnara,
svipta sundur hinum þéttriðna vef hins hversdagslega og koma stöðugt í veg fyrir að
því sé skipað í nauðungarmerkingu“ (bls. 139).
26 Monique Wttig 1969, Les Guérilleres. Editions de Minuit, París. Sjá einnig enska
þýðingu David LeVay með sama heiti, Avon, New York, 1973.
27 Monique Wttig 1985a, bls. 9.
J74