Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 8
GUÐNI ELISSON OG JON OLAFSSON
ar. En efasemdir um fagurfræðina rista dýpra. Að hafna fagurfræði er að
hafna lestri og túlkun á menningarhefðinni og krefjast þess að hana skuli
nálgast með öðrum hætti, til dæmis með hætti menningarfræðinnar.
Birna hafnar ekki slíkum nálgunum en hún bendir á takmarkanir þeirra.
Hin fagurfræðilega sýn á bókmenntir og listaverk, sem oft er tómlát um
félagslegar kringumstæður og sköpunarumhverfi verkanna felur í sér
skilning sem hættulegt er að vísa frá sér. Birna styrkir þessa skoðun með
áhugaverðri umfjöllun um franska heimspekinginn Mauric Blanchot sem
telur „helstu ákvarðanir mennskrar tilveru eiga sér stað innan bók-
menntanna en ekki utan þeirra“. I stuttu máli: Með því að varpa fagur-
fræðinni fýrir róða kunnum við að missa listina frá okkur líka. Viljum við
það? Erum við dæmd til þess?
Grein Arnars Arnasonar er með nokkuð öðru sniði en fjórar fýrstu
greinarnar. Arnar dregur upp fróðlega og skýra mynd af kenningarlegri
tilurð og þróun menningarffæðinnar á síðari helmingi 20. aldar. Arnar
beinir ekki síst sjónum að því hvernig menningarhugtakið sjálft hefur
breyst og umhverfst í meðförum menningarffæðinga. Menningarffæði
er erfitt að skilja ffá pólitískum veruleika, hún verður aldrei hrein aka-
demísk grein sem hægt er að halda aðskildri ffá hinum almenna mann-
lega vanda; hvernig maðurinn reynir að ná tökum á veruleika sínum.
Menningarfræði er, eins og Foucault sýndi eftirminnilega ffam á, alltaf
öðrum þræði um vald, meðferð þess og birtingarform.
Grein Gauta Sigþórssonar „Kennsluþjónar og námsneytendur“ teng-
ir á vissan hátt saman greinar Astráðs og Arnars, og svo þýðingarnar á
greinum menningarfræðinganna Stuarts Hall og Henrys Gironx (o.fl.)
sem birtast aftast í þessu hefti. Gauti ræðir um reynslu sína af því að
kenna menningarfræði við bandarískan háskóla og fjallar almennt um
stöðu menningarfræðinnar innan háskólasamfélagsins og hvernig hin
gagnrýna og frjálsa afstaða sem inenningarfræði er lífsnauðsynleg gemr
átt erfitt uppdráttar í umhverfi hefðbundinna mælikvarða á akademískan
árangur hvort sem um er að ræða kennslu, nám, rannsóknir eða útgáfu.
Gauti varar jafnffamt við þeirri stofnanafælni sem einkennir skrif frum-
kvöðlanna, manna eins og Raymond Williams, Henry Giroux og
Lawrence Grossberg, en hann líkir henni við þrána eftir hinum hreina
uppruna.
Pólitískt eðli menningarffæðinnar er höfuðatriði í greinum Smarts
Hall „Menningarfræðin og kenningaarfur hennar“ og Giroux, Shum-
6