Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 11
Sveinn Skorri Höskuldsson
19.4. 1930-7.9. 2002
Daginn sem Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor var jarðaður, 23. sept-
ember, var mér gengið í átt að miðbæ Edinborgar sem orkaði líkt og fyrr
á öll skilningarvit, með litum sínum, hljóðum og lyktum. Allt var með
venjulegum brag, í vestri Kastalinn og Sæti Arthúrs austan megin, en
niðri í görðum Meadows sleikti fólk haustsólskinið. Snögglega hófust
einkennilega þýðir hljómar út úr borgargnýnum, veikir í fyrstu en mögn-
uðust efdr því sem lengra dró inn í garðinn og allt í einu gekk ég ffarn á
sitjandi mann við gangstíginn; með hárflóka niður herðar, grásprengdan,
fúlskeggjaður og í svörtum lörfum. Maður þessi hefur ábyggilega verið á
sjötugsaldri, rokkari úr öðrum tíma, en lék furðufimlega á fagurskreytta
hörpu þótt gróffingraður væri. Ertu ffá himnum? spurði kona á leið fram
hjá. Nei, en ég er að reyna afla farareyris þangað, var svarið. I húfu við
hlið hans lágu nokkrir aurar.
Ekki er ástæða til að líkja Sveini Skorra við aldurhniginn rokkara í Ed-
inborg, þótt gaman hefði hann af slíkum leik, en andstæður mannlífsins
eru hinar sömu hvert sem litið er; kannski aldrei meiri en þegar við
stöldrum við og íhugum endalok, því þótt okkur sé gjarnt að lýsa andláti
sem fullkomnun, árangursríkum endi, þá er svo sjaldnast. Sveinn Skorri
átti í fórum sínum gnótt efriis sem beið úrvinnslu þegar hann lét af
kennslustörfum; ævistarfinu var langt í frá lokið og starfsfjörið meira ef
nokkuð var; ffamtmdan fræðirit og bækur persónulegra eðlis.
9