Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 12
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON - MINNING
Sveinn Skorri var raunhyggjumaður með ástríðufullan áhuga á róm-
antískri ljóðlist. Þar byrjaði þetta allt, hélt hann fram, \áð dræmar undir-
tektir mínar, þar gerðist allt og hvað skyrldi nútíminn vera annað en veikt
bergmál þrátt fyrir hroka sinn og nýjungagirni? Sjálfur velti hann and-
stæðum bókmenntasögunnar fyrir sér árum saman, var manna fróðastur
um fagurbókmenntir og jós af örlæti af fróðleik sínum, alltaf reiðubúinn
að hlúa að frumlegum hugmyndum, þótt hann vissi að engin hugsun er
ný undir sólinni, eða heldur, að allt er í senn nýtt og gamalt eftir sjónar-
homi hverju sinni.
Sveinn Skorri Höskuldsson fæddist á Sigríðarstöðum f Hálshreppi í
Suður-Þingeyjarsýslu 19. apríl árið 1930, en fluttist á fjórða ári að Vatns-
horni í Skorradal og ólst þar upp til fermingaraldurs. Löngu seinna rit-
aði hann einkennilega magnaða bók um æskuár sín og uppvöxt í Skorra-
dal, sagði frá ættmennum og atburðum í ósplundruðum heimi; bókin hét
Svipþing (1998) og ber glöggt vátni um skáldgáfu og ritleikni Sveins.
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og
MA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands árið 1958. Sveinn
sttmdaði auk þess nám í dönskum bókmenntum við Kaupmannahaftíar-
háskóla árið 1958-1959, í enskum bókmenntum við Manitobaháskóla í
Winnipeg árið 1960-1961 og almennri bókmenntasögu og poetik við
Háskólann í Uppsölum árin 196-1—1967. Þá lagði hann stund á rannsókn-
ir við helstu háskóla Danmerkur, Kanada og Þýskalands um árabil.
Sveinn kvæntist eftirlifandi konu sinni, Vigdísi Þormóðsdóttur, árið 1953
og eignuðust þau þögur börn.
Sveinn Skorri var lektor í íslensku máli og bókmenntum við Uppsala-
háskóla um sex ára skeið, 1962-1968, en árið 1968 tók hann við stöðu
lektors í íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands. Tveimur árum
síðar, 1970, var hann skipaður prófessor við sama skóla og gegndi því
starfi um þrjá áratugi. Hann var forseti heimspekideildar á ártmum
1971-1973 og gegndi fjölda trúnaðarstarfa í þágu fræðigreinar sinnar.
Hann var jafnframt virtur og afkastamikill fræðimaður, var ritstjóri Stu-
dia Islandica um langt skeið og birti mikinn þölda greina og ritgerða í
innlendum og erlendum tímaritum. Arið 1965 sendi hann frá sér stór-
virkið Gestur Pálsson. Ævi og verk í tveimur bindum, undirstöðuverk vun
íslenska raunsæisstefnu. Þetta rit er byggt á traustum grunni umfangs-
mikilla rannsókna, aðferð ffæðilegs pósitívisma höfð að leiðarljósi, vís-
indaleg nákvæmni og hlutlæg sundurliðun staðreynda. Hið sama má
io