Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 15
RAGNA GARÐARSDÓTTIR - MINNING
fyrir nemendur og beindi þeim markvisst að stuðnings- og ítarefni á
vefnum.
Enda þótt Ragna væri ung að árum birti hún greinar um bókmenntir
og kvikmyndir víða, jafht í Lesbók Morgunblaðsins, Tímariti Máls og menn-
ingar, vefritinu Kistunni og fræðilegum safhrimm svo sem Flögðum og
fógrum skinnum og Heimi kvikmyndanna. Auk þess skrifaði Ragna um 100
færslur í lexíkonið, Alfræði íslenskra bókmennta, sem nú er í smíðum.
Blaða- og tímaritsgreinamar bera fjölmörgum hugðarefnum hennar
vitni, þó að hrollvekjan sé fyrirferðarmest, en hún var viðfangsefni
Rögnu í BA- og MA-ritgerðum hennar í almennri bókmenntafræði. Þar
fjallar hún um hrylling, mat og kvenleika og um eftirlíldnguna sem ein-
kenni á póstmódernískum hry 11 mgsk\ ikmyndum. Fræðileg viðfangsefni
Rögnu snerast reyndar gjarnan um hinar myrku hliðar tilverunnar, um
skuggasvæði mannssálarinnar, hvort sem var á sviði bókmennta eða sögu,
en BA-ritgerð hennar í sagnfræði snýst um minni og gleymsku í umræðu
um helför nasista.
Einhvers staðar er að finna þá lýsingu á verkum ljóðskálds sem lést í
æsku að þau minni lesandann á vogrek úr miklu skipi sem farist hefur í
hafi. Svo má einnig segja um skrif Rögnu. Hún lést á þeim aldri sem fer-
ill flestra fræðimanna er vart hafinn. Eftir standa fjölmörg lýsandi brot,
fyrirheit um eitthvað meira, lífsverk sem ættingja hennar, kennara, sam-
starfsmenn og vini renndi grun í, en fá nú aldrei notið.
Gáfur og hæfileikar Rögnu eru mér ofarlega í huga, en minnisstæðast
er mér þó hennar kvika örlæti og sú bemska hrifhing sem braust út þeg-
ar hún ræddi bókmenntir innan og utan skólastofunnar. Svo lýðræðisleg
var hún í hugsun að hún talaði af sömu ástríðunni um guðshugmyndir
Tómasar Aquinas, byggingu Paradísarmissis Miltons og endurtekin
minni í unglingahrollvækjum síðustu ára. Allt virtist vekja hana til vitund-
ar og áður en viðmælendur hennar voru famir að fóta sig í samræðunum
hafði hún sett viðfangsefnið í víðara samhengi, bent á órofa hlekki hugs-
unar sem lágu langt aftur í fortíðina.
Kvenhetjur ByTons lávarðar voru Rögnu hugleiknar og skrifaði hún
um þær í námskeiði sem ég hélt um skáldið. Daginn sem Ragna var jarð-
sungin var andkalt og hvasst, kólgubakkar í lofti og öldurnar skullu lát-
laust á ströndinni við litla kirkjugarðinn undir Garðakirkju. Mér var
hugsað til samræðna okkar um stúlkuna Haidée sem líkt og Ragna hvíl-
ir við ólgandi úthafið. Og í huga mér komu þessar línur: