Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 18
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
hans, með áherslu á menningarstefnu Háskóla íslands og hlutverk
menntamanna í „umræðunni“ svokölluðu.
Innan hvers þjóðarsamfélags eru ótalmörg smærri samfélög. Háskóla-
samfélag er eitt þeirra og það er samfélag sem jafnffamt hefur það hlut-
verk að sinna sérstaklega einum af lykilþáttum menningar, þ.e. menntun
- nánar tiltekið frjálsri þekkingarleit á æðsta skólastigi.
II
Ef leita skal svara við upphaflegri spurningu minni þarf meðal annars að
skyggnast efdr þeim þáttum sem tengja háskólasamfélagið Hð hina
stærri samfélagsheild, sem jafnframt er eigandi skólans og kostar rekst-
ur hans að miklu leyti. Hér mætti rekja sögulegar taugar aftur í tímann
sem kjarnast að vissu leyti í hugtakinu „þjóðskóli“ sem stundum er haft
um Háskóla Islands og speglast í heiti hans. Þetta er skóli þessa lands,
og þar með þessarar þjóðar í einhverjum heildarskilningi. Skólinn var
stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, 17. júní 1911, og með þeirri
táknrænu dagsetningu var rækilega undirstrikað að stofnun Háskóla Is-
lands væri liður í sjálfstæðisbaráttunni. Þessi þjóðskóli varð þar með
einn af lyklum þjóðmenningar, sem ekki var talin þrífast án þess að sjálf-
stæð þjóð styddist við æðri menntun á eigin forsendum. Og ætla mættd
að þessi skóli hefði áhuga á menningu þjóðarinnar í öllum hennar blæ-
brigðum, hvort sem hún lýtur að afþreyingu, list, tungumáli, að félags-
legu atferli hverskonar, að tengslum siðmenningar og laga, að hagkerfi,
heilsufari, gróðurfari, eða öðrum viðfangsefnum vísindanna sem al-
menningur getur jafnframt öðlast dýpri skilning á en ella með aðstoð
fræðimanna.
Þarna virðist komin allnokkur undirstaða til að ræða um menningar-
stefiiu Háskóla Islands, jafnt í reynd sem í hugsýn. En eru aðstæður ekki
allt aðrar nú en löngum áður? Stofnaðir hafa verið nokkrir aðrir háskól-
ar á landinu og spyrja verður um sérstöðu Háskóla Islands og hverju
hann geti hampað til fulltingis þjóðskólanafnbótinni.
Sumir kimna að benda á að hann sé langstærsti háskólinn og jafnframt
eini raunverulegi fjölgreinaskólinn: hann sé þar með vettvangur þar sem
ýmsar og ólíkar greinar akademíunnar þrífast í samvinnu og að vissu leyti
í sameiginlegri þekkingarleit - vissulega sækir þó Háskólinn á Akureyri
ört fram að þessu leyti. Slík samskipti mega teljast einn skýrasti menn-
16