Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 21
HASKÓLI, MENNING OG MENNTAMENN
Menningarstefria Háskóla íslands birtist auðvitað á beinan hátt í þeirri
kennslu og leiðsögn sem hann veitir nemendum sínum. Hægt er því að
inna efdr stefnunni með því að spyrja hreinlega: „Hvað er kennt og af
hverju?“ Auðvelt er að ímynda sér hvað gerast myndi ef kennsluframboð
og stuðningur við kennslugreinar stýrðist af einberum markaðslögmál-
um. Þá myndi alls ekki „borga sig“ að kenna fámennar greinar, en séu
greinar svo fjölsóttar að aðrir íslenskir háskólar taka að bjóða fram nám
í þeim, þá þyrfti að styrkja þær greinar við Háskóla Islands svo að hann
gæti staðið sig í samkeppninni. Og samkvæmt þeim anda sem nú ríkir í
samfélaginu er samkeppni alltaf góð og holl. Þá gæti til orðið sú ein-
kennilega og kaldhæðnislega staða að Háskóli Islands yrði að sama skapi
að draga úr stuðningi við greinar sem þó eru eingöngu kenndar við hann
- greinar sem eru því einu ffæðasetrin með háskólakennslu á viðkomandi
sviði í hinu íslenska samfélagi. (Þetta er spuming um samkeppnisstöðu
sem stjómvöld koma skólanum í, um leið og þau sleppa þó af honum
hendinni og vrrðast þvr geta losað sig undan ábyrgð á erfiðum viðfangs-
efnum, eins og fjármögnun náms sem fáir sækja í og bókstaflega þarf að
„réttlæta“ - líklega á „menningarlegum“ forsendum.)
Ætla verður að markaðslögmálin fái ekki að ráða þessu ein, heldur togi
menningarskylda Háskólans (fyrir hönd menntakerfisins) á móti. I „Vís-
inda- og menntastefhu Háskóla Islands“, sem samþykkt var á háskóla-
fundi 6. apríl 2001, segir:
Hlutverk Háskólans er fyrst og fremst að annast kennslu og
sinna rannsóknum fræðanna vegna og í þágu íslensks samfélags.
Þetta meginhlutværk felur almennt í sér skipulega viðleimi til
að afla, skapa, varðveita og miðla þekkingu í víðasta skilningi.
Frceðsla og þjónusta eru framhald þess; ýmist sem skipulegt
framhald í mynd ákveðinnar fræðslu og þjónustu við samfélag-
ið, s.s. endurmenntunar á vegum deilda, eða fræðslu og þjón-
ustu sem byggist á frumkvæði einstakra kennara eða sérfræð-
inga og samstarfi þeirra við ýmsa aðila í þjóðfélaginu.
Háskólanum ber að leggja sérstaka rækt við þær fræðigreinar
er varða Island og Islendinga sérstaklega. A þessum sviðum
eiga Islendingar að leitast við að gegna forystuhlutverki í hinu
alþjóðlega vísindasamfélagi.
Auk hins arfhelga lögmáls - sem er í senn akademískt og menningarlegt
!9