Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 24
ASTRAÐUR EYSTEIXSSON
andi hagsmunaaðila beina sér í \ánnu sem ekki er unnin „fræðanna
vegna“ heldur fyrst og fremst í fjárhagslegu ábataskyni. I slíku tihiki hef-
ur raunverulegur hagsmunaárekstur átt sér stað.
2) I öðru lagi býður skólinn upp á nám, ffæðslu og endurmenntun/sí-
menntun handa almenningi. Eg held að óhætt sé að segja að Háskóli Is-
lands hafi staðið sig afar vel á þessu sviði og vísa þá sérstaklega til hinn-
ar öflugu Endurmenntunarstofnunar skólans. Þar verður vænti ég frjótt
framhald á. Eins er Landsbókasafn Islands - Háskólabókasafn mikilvæg-
ur snertiflötur Háskólans og samfélagsins. Fleira mætti nefna hér, til
dæmis Vísindavefinn sem starfandi hefur verið síðustu árin (www.vis-
indavefur.hi.is) en greinar af honum hafa einnig birst í Lesbók Morgun-
blaðsins.
3) Síðast en ekki síst hlýtur að mega ætlast til þess að Háskólinn og
einstakir háskólamenn taki virkan þátt í samfélagsumræðu á hinum ýmsu
sviðum. I ljósi þess að við Háskólann eru starfandi fræðimenn á mörgum
sviðum, sem eiga ekki aðeins rannsóknaferil og langan námsferil að baki,
heldur oft reynslu af starfi og búsetu í öðrum löndum, hlýtur að mega
ætla að þeir hafi sitt að segja ekki aðeins um menntunarþáttinn í menn-
ingarhugtakinu - og þar með allt það sem telja má til vísindamenningar
- heldur einnig þann stóra þátt sem kenna má við sjálfa samfélagsskipan-
ina, og um margskonar efni af siðferðilegum, stjórnmálalegum og fagur-
ffæðilegum toga. Það hlýtur að mega ætlast til þess að þeir vindar sem
blása um háskóla á Vesturlöndum beri í sér ff jómagn lýðræðis og undir-
staða þess er fijáls umrœða. Hvernig getur Háskóli íslands lagt sitt af
mörkum í þessu efni, umfram þá kennslu sem hann býður upp á og þau
rannsóknaritverk sem kennarar birta?
Þegar ég vann að samningu þessara lína barst mér í hendur yfirlýsing
sem heitir „Hugsjón Háskólans í Basel“ og Magnús Baldursson heim-
spekingur hefur þýtt. I þessu fyrirmyndarplaggi segir meðal annars að
skólinn sé „meðvitaður um ábyrgðina sem fylgir allri þekkingu. Hann
axlar þessa ábyrgð með gagnrýninni hugsun og þjónustu. Háskólinn tek-
ur að eigin frumkv'æði afstöðu til vanda þjóðfélagsins“.3
Hvernig getur háskóli, og í okkar tilviki, sjálfur „þjóðskólinn“, tekið
afstöðu til vanda þjóðfélagsins að eigin frumkv'æði? I hvaða formi getur
skólinn tekið til máls á þennan hátt?
Skólinn getur á vissan hátt gert þetta með því að skipuleggja umræðu-
3 „Hugsjón Háskólans í Basel“ (óprentað handrit).