Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 26
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ar náttúrlega best þegar allir eru í senn sérfræðingar í sinni \ánnu og
þegnar heima fyrir og helst ekkert þar á milli. En höfum við haldið áfram
á þeirri braut og hvað felur hún í sér fyrir lýðræðið og frelsishugmyndir
sem á kreiki hafa verið síðustu hálfa þriðju öld? Þessi „rökvísa“ braut er
vissulega ákveðin „menntastefha“, hvort sem við kjósum að fylgja henni
eða ekki.
Hvernig getur menntamaðurinn athafnað sig á bilinu milli sérfræð-
ingsins og þegnsins? Ef hugmyndir palestínsk-bandaríska ffæðimannsins
Edwards Said um stöðu menntamannsins eru kannaðar með hliðsjón af
menningarumræða Páls Skúlasonar má kannski nálgast svar við þessari
spurningu í íslensku samhengi. Páll leggur áherslu á að það sé „menning-
in ein sem heldur þjóðinni saman, gerir hana að þjóð“ og hann vísar jafxi-
framt á þá menningarlegu affnörkun þjóðarinnar sem felist í landinu,
tungunni og sögunni.6 7 Islenskur menntamaður hlýtur í ljósi þessa að vera
athafhasamur á heimaslóðum, miðla erindum sínum á móðurmálinu og
hafa hugann opinn fyrir sögulegri arfleifð. Að þessu leyti mætti æda að
hann sé innvígður í íslenska menningu. Edward Said segir hinsvegar, í
bókinni Repi'esentatiotis ofthe Intellectual, að menntamaðurinn sé andsnú-
inn innvígslu. Hinir innvígðu halda fram sérhagsmunum, segir hann, en
menntamenn hljóta að horfa gagnrýnum augum á til dæmis eindregna
þjóðernishyggju, fyrirtækjahugsun, og hverskonar forréttindi vegna
stéttarstöðu, kyns eða kynþáttar. Said bendir á að mikill fjöldi mennta-
manna starfi í ákveðnum stofnunum og viss hætta sé á því að þar verði
þeir svo rækilega innlimaðir að gagnrýnni og opinni hugsun verði ekki
veitt útrás. Þar sjá þeir hag sínum kannski best borgið með hlýðni og
þögn; með því að takmarka sig við sérþekkinguna og þegnskapinn.
Said segir menntamanninn hafa erindi fram að færa á almannavett-
vangi; hlutverk hans sé að spyrja erfiðra og neyðarlegra spurninga; hann
láti ekki múlbinda sig af ríkisstjórnum eða öðrum hagsmunasamsteypum;
hann starfi samkvæmt algildum grundvallarforsendum því að hann berj-
ist fyrir réttiæti, þekkingu og frelsi og hann styðji þá senr eiga undir högg
að sækja í samfélaginu.8 Þetta virðist þó ekki þýða að inenntamaðurinn
taki til máls sem meðlimur í minnihlutasamtökum. „Aldrei samstöðu án
6 Páll SkúJason: sama rit, bls. 97 og 36.
7 Edward Said: Representations of the Intellectual, New York: Vintage Books 1996, bls.
xiii og xv-xvi.
8 Said: sama rit, bls. 11-12 og 17.
24