Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 27
HÁSKÓLI, MENNING OG MENNTAjMENN
gagnrýni“, segir Said og undir bókarlok segir hann: „Menntamaðurinn
verður að hreyfa sig, hann verður að búa yfir rými þar sem hann getur
staðið og svarað valdhöfum, þvd að óskoruð hlýðni við yfirvöld er ein
helsta ógnunin váð öflugt og siðferðilegt vitsmunalíf í heimi samtím-
ans.“9
Staða menntamannsins virðist samkvæmt þessu vera sjálfvalin staða
utangarðsmannsins. Hér er þó margt vafa undirorpið, t.d. hvað varðar
afstöðuna til þjóðarhugtaksins, svro aftur sé vnsað til umræðu Páls Skúla-
sonar. xMenntamenn í smáum þjóðfélögum, sem auk þess mæla á tungu
sem fáir eiga, eru kannski sjálfkrafa utangarðsmenn andspænis samein-
ingarkrafti hnattvæðingarinnar og þeir vnnna gegn menningarlegri út-
jöfnun hennar. Hinsvegar vaknar sú spuming hvort fólk sem er innan-
garðs í akademíunni geti líka verið í rými menntamannsins á
berangrinum. Þetta virðist vera raunin með þekkta prófessora eins og Sa-
id sjálfan eða Noam Chomsky, þótt aðrir menntamenn komi úr öðrum
áttum, m.a. úr röðum rithöfunda, listamanna eða blaðamanna. Einn mik-
ilhæfasti menntamaður 20. aldar, rithöfundurinn Virginia Woolf, hefur
raunar lýst því í frægu verki, Sérherbergi, hvernig konur vom löngum
bókstaflega hafðar utangarðs í æðri menntun.10 Woolf er glæsilegt dæmi
um einstakling sem er að miklu leytá sjálfmenntaður, stígur fram á rit-
völlinn í krafd þeirrar menntunar sem og stílfærni sinnar og gerist mik-
ilhæfur gagnrýnandi og menningarfræðingur (löngu áður en það hugtak
varð til).
Ljóst er að það hentar háskólamönnum misvel að leggja sitt af mörk-
um sem menntamenn í almenningi. Þó er kennslustarf í gmnnnámi ekki
allfjarri slíkri iðju, því að kennsla fer að hluta til fram með umræðu og
jafnframt þvi að nemendur em uppfræddir er verið að þroska sjálfstæð
viðbrögð og vinnubrögð þeirra. Góður háskólakennari kann að hafa
mjög ákveðnar skoðanir á samfélaginu og á tengslum vísindanna við
samfélagið en kennsla á ekki að felast í þvd að vígja nemendur til skoðana
kennarans, heldur hjálpa þeim að móta sér eigin skoðanir í ljósi þekkmg-
ar sem þeir læra líka að heyja sér.
Þegar kennarinn stígur út fvTÍr akademíuna og tekur til máls í almenn-
ingi talar hann í hópi jafningja og flvTur mál sitt á annan hátt. Auðvitað
9 Said: sama rit, bls. 32 og 121.
10 Virginia Woolf: A Room of One’s Ou-n (1929). íslensk þýðing Helgu Kress: Sérher-
bergi, Reykjavík: Svart á hvítu 1983.
25