Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 30
ÞROSTUR HELGASON
sem fær neytendur til að kaupa nýjar og nýjar flíkur hvað sem Kður hag-
nýtu gildi þeirra.
I þessari grein verður leitast við að varpa eilitlu ljósi á gangvirki tísk-
unnar. Blaðað verður í tveimur tískutímarimm sem bera hin táknrænu
nöfn, i-D og Surface? Einkum verður reynt að sýna fram á að þessi tífna-
rit lýsi lokuðum heimi í þeim skilningi að innihaldið hafi sjaldnast beina
skírskottm til veruleika lesenda en sé fullt af tilvísunum í tilbúið innra
samhengi. Þetta má sjá í efhi og efnistökum blaðanna en einnig í
auglýsingatengdum þáttum þar sem útsmognum aðferðum er beitt til að
lokka lesendur inn í þennan sjálfhverfa, lokaða heim. Er þar einkum átt
við svokallaða tískuþætti sem segja má að séu kjarni tímaritanna. Að gerð
tískuþáttanna kemur fagfólk tískuheimsins svo sem ljósmyndarar, blaða-
menn eða hugmyndasmiðir, fyrirsætur, stílistar svokallaðir og hönnuðir,
förðunarfólk, hárgreiðslufólk, fataffamleiðendur og ýmiss konar tækni-
fólk. Markmiðið er að búa til nýjan staðal, að leggja línurnar fýrir okkur
neytendur að trítla eftir. Myndirnar í þáttunum eru iðulega mjög stíl-
Nöfnin á tímaritunum segja kannski allt sem seg/a parf: Sjálfsímyndir og Yfirborð.
3 Vitnað verður í þrjú hefd af i-D, öll ffá þessu ári, júní- og júlíhefdð (221. tbl.), sept-
emberheftíð (223. tbl.) og nóvemberhefdð (225. tbl.). Einnig verður \átnað í þrjú
hefri af Surface, sömuleiðis frá þessu ári (35. tbl., 37. tbl. og 38. tbl.). Vísað verður
til tímaritanna með tölublaðsnúmeri og blaðsíðutali innan s\ága við hverja tilvitnun.
Þess má geta að bæði tímaritín fást í bókabúðum hérlendis.
28