Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 32
ÞROSTUR HELGASON
h’rrum menningarritstjóri breska Vogue, segir á vefsíðunni að bókin sé
„sambland matseðils og dagbókar“. Þau orð eru einnig lýsandi b,TÍr n'ma-
ritin tvö sem hér er fjallað um. I þeim er annars vegar að finna megin-
straumana - línur eru lagðar - og hins vegar nák\ æma dagskrá fiTÍr þá
sem vilja fylgjast vel með. Að auki beinist athygli blaðanna auðrdtað mik-
ið að þekktum einstaklingum sem tengjast tísku og menningu.
Bygging i-D er alltaf sú sama. Tímaritið skiptist í fjóra meginhluta.
Fyrsti og síðasti hlutinn innihalda ávallt sömu kaflana. Sá fiTstá nefnist
„Regulars“ (Fastir liðir) og hefst á bréfum sem borist hafa blaðinu ffá les-
endum og stundum fylgir í kjölfarið fy’nning á nokkrum pistlahöfundum
og ljósmyndurum heftísins. I kafla sem nefnist „Eye“ (Auga) eru stuttar
fréttir um tísku og menningu og tískuþættir; blaðið sýnir að það hefur
vakandi auga með því sem er að gerast. I kaflanum „Six of the best“ (Sex
bestu) er, eins og nafhið gefur til kynna, fjallað um sex bestu hlutina af
einhverju tagi, sex bestu leðurjakkana, sundskýlumar, sokkana o.s.frt-.
Næsti kafli nefnist „Shopping“ (Innkaup) og segir stuttar fréttir úr búð-
unum; greint er ffá því hvenær sé von á nýrri línu ffá hönnuðum og
ffamleiðendum, auk þess sem nýrra og áhugaverðra verslana er getið.
Kaflinn „Beauty“ (Fegurð) samanstendur af einnm tískuþætti, sem er
byggður á ák\reðnu þema úr fegurðariðnaði líðandi stundar, og stuttum
fféttum og ábendingum til lesenda um það hvað þykir fallegt um þessar
mundir. Fyrsta hluta lýkur síðan á kafla er heitir „Directory“ (Leiðarvís-
ir) og inniheldur einn tískuþátt vmdir yfirskrift á borð við „Adrift“ (A
reki) eða ,JS/ly girl wants to party all the time“ (Stúlkan mín \ill skemmta
sér öllum stundum). I síðasta hluta blaðsins em tveir kaflar. Sá fiTri nefn-
ist „i-Do“ (ég geri; já) og geymir stutt tiðtöl \áð listamenn sem mikið
kveður að þá stundina. I kaflanum „i-Q“ (greindam'sitala) er síðan birt
stutt en stundum aðgangshart viðtal við stjörnur úr dægurmenningunni
sem standa á krossgötum í einhverjum skilningi eða þykja hafa tekið
óvænta stefnu á ferli sínum.
Annar og þriðji hlutinn skarast iðulega en þeir m\mda uppistöðuna í
efni tímaritsins. Annar hlutinn heitir einfaldlega „Features“ (Aðalgrein-
ar) og samanstendur af lengri greinum og viðtölum. Greinarnar eru þó
sjaldnast lengri en ein opna og fjalla margar hverjar um ákxæðið „trend“
eða stundartísku. Einnig eru birtir pistlar þar sem leitast er við að greina
hugmyndafræðilega strauma í menningu og tísku samtímans. Viðtölin
eru oftast lengri en greinarnar. I þeim er talað við helstu stjörnur dægur-
3°