Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 33
IMYNDIR OG YFIRBORÐ
menningarinnar og tískuheimsins. í nóvemberheftinu 2002 (nr. 225) er
til dæmis rætt við Justin Timberlake sem hefur gefið út sína fyrstu sól-
óplötu eftir að hafa sagt skilið við drengjasveitina NSync og slitið sam-
bandi sínu við poppstjörnuna Brimey Spears. Þriðji hluti tímaritsins
heitir „Fashion“ (Tíska). Þar eru tískuþættir allsráðandi. Þeir eru byggð-
ir á ákveðnu þema en aðalatriðið er þó ætíð fötin eða hárgreiðslan eða
annað sem viðkemur útliti fyrirsætnanna.
Surface er bandarískt tímarit sem kom fyrst út í maí árið 1994. A vef-
síðu sinni (www.surfacemag.com) segist blaðið vera „eitt af fáum banda-
rískum tímaritum sem sé tileinkað upprennandi fistamönnum.“ Því til
staðfestingar er bent á árlega samkeppni á vegum tímaritsins undir heit-
inu „Avant Guardian“ (Framúrstefhumaðurinn) þar sem leitað er að hæfi-
leikaríkum ljósmyndurum í Bandaríkjunum (sjá einnig 38. tbl. s.
111-113). Samkvæmt einum af útgefendum Surface, Lance Crapo, er
tímaritið „vettvangur ósagðra, óséðra, órannsakaðra hugmynda, fólks,
m\mda og fyrirtækja sem eru reiðubúin til að skapa oklcur nýjan heim.“
Hann segir að Suiface myndi mótvægi við yfirborðskennda fjölmiðlun,
sem sé ráðandi nú um stundir, með því að kafa dýpra inn í kjarna stílsins.4 5
Suiface er skipt í fjóra til fimm hluta en uppröðun efnisþátta er ekki í
jafn föstum skorðum og í i-D. Fyrir ríkið lcrefst það eilítið meiri einbeit-
ingar af lesanda. I blaðhluta sem nefnist „Departments" (Deildir) eru
þættir á borð við lesendabréf, fynning efnishöfunda og ritstjórnarpistlar.
Að auki eru þar þættir sem nefnast „Bufyng Guide“ (Verslunarvísir), sem
bendir á það nýjasta og áhugaverðasta í búðunum, og „Social Studies“
(Samfélagsrannsóknir), þar sem birtar eru myndir úr samkvæmislífinu -
eins konar „Fólk í fréttum“ eða „Séð og heyrt“ með akademísku heiti.
Stundum má einnig finna þátt aftast í blaðinu undir heitinu „Surplus“
(Afgangs; Aukalega), sem flytur stuttar fréttir af ýmsu tagi.' Hvert blað
hefst á stórum blaðhluta er nefnist „Surveillance“ (Eftirlit), sem samsvar-
ar „Eye“-hlutanum í i-D, en þar eru birtar greinar og fréttir um það
helsta sem er á seyði í tísku, hönnun og menningu. Þessi hluti teygir sig
yfir allt að helming tímaritsins en síðari helmingur þess er að mestu lagð-
ur undir tvo efnisþætti sem heita „Features" og „Fashion“ og eru byggð-
4 Úr tölvubréfi frá 25. nóvember 2002 með svörum Crapo við fyrirspumum greinar-
höfimdar um ritstjómarstefnu tímaritsins.
5 Þessi þáttur tilheyrir oft „Departments“-hlutanum en stundum er hann sérhluti.
31